Það er svona sem konur koma fram vilja sínum

Þær senda karlinn í ófrjósemisaðgerð í stað þess að fara sjálfar, þó svo að þær verði sjálfkrafa geldingar um fimmtugsaldurinn. Þær senda hins vegar karlinn í geldingu. Frumkvöt karlsins er að geta fjölgað sér og þegar það er ekki lengur hægt þá geta sumir hverjir ekki gengið uppréttir aftur sökum skorts á sjálfsvirðingu.

Það er tímanna tákn að konur taka sér frí í vinnu á miðjum degi og hópast í kröfugöngu þúsundum saman niður í miðbæ Reykjavíkur til að segja, væntanlega körlunum sem þær eru búnar að senda í geldingu, að þær hafi það svo skítt.

Kannski við karlmenn ættum að safnast saman svo tugþúsundum skipti niður í bæ einn eftirmiðdaginn þegar hvað brjálaðast er að gera í vinnunni, og krefjast þess að losna undan oki kvennanna sem raunverulega fara með öll völd. Hvenær heyrum við um karl sem kvartar undan yfirgangi og frekju eiginkonunnar? Aldrei. Þegar búið er að gelda hann þá verður hann eins og geldur hundur, situr heima og hlýðir konunni í einu og öllu.

 


mbl.is Karlar flykkjast í ófrjósemisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þessi var góður,ein spurning eru þessir karlmenn ekki með sjálfstæða hugsun og val ? eða bara kúgaðir aumingjar,og kellurnar með öll völdinn.Kveðjur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 30.10.2010 kl. 13:18

2 identicon

Skondið.

Þegar val kvenna hugnast ekki leiðtogum þeirra þá er aldrei gengið út frá því að þær hafi sjálfstæða hugsun og val heldur séu þær kúgaðir aumingjar þar sem karlarnir fara með öll völdin.

Borat

Borat (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:25

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Helgi! Það er ekki sama að vera geltur eða ófrjór! Það er mikill munur á því

eins og þú kanski veist. Ófrjósemisaðgerð gerir það að verkum að þú getur

ekki getið af þér börn, allt annað er í góðu lagi! Ef gelding er gerð þá er það

háalvarlegt mál, þá geta menn ekkrt !!!´eg þekki marga sem hafa farið í 

ófrjósemisaðgerð og eru harðánægðir með það, að þurfa ekki að borða karmeluna með bréfinu!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.10.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Helgi Jónsson

Eyjólfur.

Þetta er kannski satt hjá þér með geldinguna þ.e þegar eistun eru tekin burtu, en ekki þegar sáðrásin er rofin, en engu að síður er getan til að eignast börn jafn lítil. Þess vegna kalla ég þetta geldingu.

Það er svo umhugsunarefni að karlmenn skuli flokkast í sáðrásarrof með þeirri áhættu sem því fylgir og þeirri staðreynd að ekki er alltaf hægt að tengja rásina aftur ef viðkomandi vill eignast börn seinna á ævinni.

Það sem ég var hins vegar að benda á að konur eru kannski ekki eins kúgaðar og þær vilja vera láta. Meginþorri þeirra manna sem fara í sáðrásarrof gera það að eggjan konunnar, þar sem vandamál geta komið upp með pilluna, en Þá er hægt að nota smokkinn eða aðrar getnaðarvarnir.

Málið er að karlmenn eru oft kúgaðir heima fyrir þótt ekkert heyrist um slíkt í fjölmiðlum, aðeins að konur séu beittar misrétti og kúgun sem örugglega er rétt, en það hallast á karlinn í umræðunni.

Helgi Jónsson, 30.10.2010 kl. 15:42

5 identicon

Þú ert karlremba maður!!! Í fyrsta lagi: Það er gott mál að konur standa saman og mæti í þúsundatali til að krefjast jafnréttis, sem er ekki til staðar þegar við t.d fáum ekki sömu laun fyrir sömu störf og karlmenn í sömu stöðu. Það er enginn að segja að það sé eitthvað karlmönnum að kenna frekar, bara stjórnvöldum og fullt af karlmönnum sem styðja þá baráttu. Snýst bara um almenn mannréttindi. Viss um að þú átt ekki dóttur, anars myndirðu hugsa öðruvísi....vona ég!

Í öðru lagi: Það kallast ekki gelding að geta ekki eignast börn! Konur verða ekki geldingar þó þær geti ekki eignast börn ca. eftir fimmtugt, eru oftast í fullu fjöri til dauðadags ef allt er í lagi og njóta þess þá kannski jafnvel betur þar sem ekki er hætta á óvelkominni þungun, ef svo ber undir! Allir þeir karlmenn sem ég veit um og hafa farið í sáðrofsaðgerðir, gera það af því þeir vilja það sjálfir. Eru oft ekki einu sinni í sambandi. Það er bara val hvers og eins og ég er nokkuð viss um að fæstir færu ef þeir ekki vildu sjálfir, frekar en konurnar. Frumhvöt mannsins að geta fjölgað sér, my ass!!!! Það geta allir fjölgað sér, hálfvitar sem aðrir, það er annað mál að vera svo til staðar fyrir börnin sín og hugsa um þau!

Heiða (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:54

6 Smámynd: Helgi Jónsson

Kæra Heiða.

Já satt er það, ég er karlremba, hélt að það hefði komið strax í ljós.

En hvað með kvenrembur, telur þú þig eina slíka? Það sem ég á við með þessum hugleiðingum er jafnrétti, jafnt KARLA sem kvenna. Það fer nefnilega ekki eins hátt í umræðunni hvað karlar mega þola, það er tabú og má ekki minnast á þá hliðina á peningnum. Mér er kunnugt um mjög marga karla sem eru notaðir sem þvottadreglar af konunni sinni og láta þær komast upp með það. Aldrei er talað um það opinberlega að karlmönnum geti liðið illa og komið sé illa fram við þá af kvenþjóðinni, það virðirst einfaldlega ekki vera fræðilegur möguleiki að það geti gerst.

Þið konurnar skiljið kannski ekki karlmennskuna. Hluti af henni er að geta getið börn, ef sá eiginleiki er tekin frá þeim missa þeir ákveðinn hluta af karlmennskunni, nokkuð sem þið konur getið ekki með nokkrum móti skilið og ekki von þar sem þið eruð kvenmenn.

Ef karl ákveður að fara í sáðrásarrof, þá ákveður hann að skilja við sig þennan hluta, neyddur eða óneyddur, þannig er það bara hvað sem þú eða aðrar konur segja.

Að síðustu, þá langar mig að henda á lofti það sem þú, kæra vinkona, komst inná í niðurlagi þinnar færslu. Allir geta fjölgað sér, hálvitar sem aðrir. Það er rétt hjá þér enda réttur hvers og eins að geta fjölgað sér, hálvitar sem aðrir þú skalt ekki gera lítið úr því, það eru ekki aðeins útvaldir sem er gefið að mega fjölga sér sem betur fer, enn er það náttúran sem velur.

Your ass!!! Veit ekki hvernig hann lítur út en vonandi fyrir þig, sæmilega.

Hvað varðar að vera til staðar fyrir börnin sín þá ættuð þið kvenmenn að huga betur að uppeldinu og síður að starfsframa, svo framarlega að þið eigið börn. Að henda börnunum á leikskóla eldsnemma á morgnanna og til dagmömmu eða mömmu þegar leikskólinn er búinn, moka tilbúnum mat í börnin á kvöldmatartíma og koma þeim svo sem fyrst í háttinn svo þið getið átt smástund með makanum og endurtaka svo leikinn daginn eftir, er ekki uppeldi. Þegar kemur svo að helginni eru báðir makarnir uppgefnir og nenna ekki að sinna börnunum.

Kannski er sáðrásarrof ekki svo vitlaus hugmynd eftir allt. 

Helgi Jónsson, 30.10.2010 kl. 17:26

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hvað varðar að vera til staðar fyrir börnin sín þá ættuð þið kvenmenn að huga betur að uppeldinu og síður að starfsframa, svo framarlega að þið eigið börn. Að henda börnunum á leikskóla eldsnemma á morgnanna og til dagmömmu eða mömmu þegar leikskólinn er búinn, moka tilbúnum mat í börnin á kvöldmatartíma og koma þeim svo sem fyrst í háttinn svo þið getið átt smástund með makanum og endurtaka svo leikinn daginn eftir, er ekki uppeldi. Þegar kemur svo að helginni eru báðir makarnir uppgefnir og nenna ekki að sinna börnunum."

Vel mælt, Helgi! Ég þekki dæmi þess að fólk sem hefur engan möguleika eða áhuga á að veita börnum sínum gott uppeldi eignast fjöldan allan af börnum sem eru síðan á flakki milli stofnana, dagmamma og heima fyrir er enginn, eða í besta falli einhver ókunnum manneskja sem foreldrarnir borga fyrir að sjá um börnin.

Ég þekki dæmi um börn sem hafa ekki hugmynd um það hvenær foreldrarnir koma heim eða hvort þeim verður yfirleitt gefinn kvöldmatur.  Ég þekki dæmi um svona börn sem verða glæpamenn á unga aldri og setja síðan langdvölum í fangelsi eftir að hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu með ránum og ofbeldi. (Hver ætti að setja í steininum, forledrarnir sem með sinnuleisi sínu bera ábyrgð á því sem gerst hefur eða unglingurinn?)

Ég held að flestir á Íslandi þekki svona dæmi. Er ekki kominn tími til þess að fólk taki ábyrgð og eignist einungis börn sem það sér fram á að geta veitt mannsæmandi uppeldi?

Að lokum, getur einhver sagt mér hvers vegna fólk sem sinnir ekki börnunum sínum var yfirleitt að eignast þau? Af þí bara? Til að skreyta heimilið? Af því vinirnir gerðu það? Hvers vegna???

Hörður Þórðarson, 30.10.2010 kl. 19:39

8 identicon

Hvernig væri Helgi, að karlmennirnir sinntu börnunum sínum þá líka betur, í stað þess að henda þeim á leikskólann frá unga aldri, eldsnemma á morgnana, henda í þau tilbúnum mat osfrv.? Sem betur fer gera það nú flestir feður jafnt sem mæður...veit nefninlega ekki betur en að börnin eigi bæði pabba og mömmu, sem bera jafnmikla ábyrgð á uppeldi og umönnun þeirra! En þetta með að hugsa vel um börnin sín, er akkúrat það sem ég var að segja. Ekki nog að búa þau til.....hvorki fyrir karlmenn né konur!

P.s já takk, "my ass" er bara alveg ágætur, þakka þér fyrir :)

Heiða (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 22:10

9 Smámynd: Helgi Jónsson

Hörður

Takk fyrir að vera mér sammála. Mín skoðun á uppeldi barna er að í fyrsta lagi þyrfti launastrúktúrinn að leyfa það að einungis annað foreldrið þyrfti að vera útivinnandi, karl eða kona. Í öðru lagi finnst mér að konan ætti að taka meiri þátt í uppeldinu og láta karlinn vinna fyrir heimilinu. Þetta segi ég ekki vegna þess að ég sé svo gamaldags í hugsun heldur vegna Þess að þetta fyrirkomulag hefur virkað mjög vel í aldanna rás. Vegna þess að konan hefur valið starfsframa og farið af heimilinu til vinnu ásamt karlinum, hefur uppeldi barna setið á hakanum með þeim skelfingum fyrir börnin og samfélagið sem við sjáum í dag.

Blíða kvennanna sem hafa alið upp börnin hingað til hefur vantað og þar með verður heimurinn fyrir börnin seinna meir harðari eins og við horfum uppá um þessar mundir. Konur hafa næga blíðu til að kenna börnunum sínum og íslenskt samfélag þarfnast þeirra til að gera framtíðina bjartari fyrir börnin okkar. Börnin læra blíðuna og það að fyrirgefa aldrei á stofnunum, heldur í heimahúsum og frá blautu barnsbeini. 

Heiða;

Satt er það að börnin eiga bæði föður og móður. Bæði ættu að taka jafn mikla ábyrgð á uppeldi þeirra en með mismunandi hætti, eins og ég hef lýst hér að ofan. Móðureðlið segir enn til sín og konur sem ættu als ekki að eiga börn eignast þau. Alltaf er hægt að fá einhvern til undaneldis, en sé fólk í sambúð ætti það að vera sameiginleg ákvörðun og fyrirfram skipulögð eins vel og mögulegt er. Margt getur skeð á c.a 20 árum, og margt getur farið úrskeiðis, veikindi, launamissir, hrun, o.s.frv. Við verðum að díla við þær aðstæður þegar þær koma upp. Ekki stofna til barna ef engin er möguleikinn að sinna þeim og ala rétt upp.

Faðirinn hefur í þúsundir ára verið sá sem hefur skaffað, móðirin sú sem  hefur innrætt börnum sínum góða siði og þegar hún ræður ekki við aðstæður hefur karlinn komið og hjálpað til yfir verstu kaflana, auðvitað.

Ég er hjartanlega sammála þér um að ekki sé nóg að búa til börn, hvorki fyrir karla né konur ef þau ætla hvort sem er ekki að ala þau upp heldur láta stofnanir sjá um það fyrir sig.

P.S Gott að heyra að "your ass" sé flottur, aldrei nóg af þeim. 

Helgi Jónsson, 31.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband