Ratsjárstofnun, áframhald

Með uppsögnum starfsliðs ratsjárstofnunar opnast margir möguleikar. T.d væri hægt að flytja yfirstjórn stofnunarinnar vestur á Bolungarvík og með því skila þeim störfum sem lagt var niður fyrir tveimur árum til baka að hluta. Það myndast einnig tækifæri til verktöku við ákveðna hluta rekstrarins og gæti ríkið sparað á þeim nótum.

Það var síðan fundur með Utanríkisráðherra í dag í stjórnstöð íslenska loftvarnakerfisins þar sem spurningum starfsmanna var svarað af bestu getu. Hún (Utanríkisráðfrú) sagði ennfremur að ekki væri líklegt að fjölgun ætti sér stað í starfsliðinu en flestir mættu búast við endurráðningu. Það mun ekki koma fram fyrr en í Nóvember hvernig þetta muni allt verða, en þá má búast við að margir hafi hugsað sér til hreyfings ef ekki koma hint um að ekki verði hreyft við launum og vaktakerfi mjög fljótlega.

Það var nú samt þannig að þessar uppsagnir komu okkur tæknimönnum ekki alveg á óvart eins og sumir aðrir virðast hafa upplifað. Fyrir um ári síðan hóf ég að vara menn við því að eitthvað þvílíkt gæti gerst. Það var ljóst í mínum huga að ekki væri hægt að færa starfsemi stofnunarinnar til ríkisins nema segja upp öllu starfsfólki og endurráða, rétt eins og Flugmálastjórn gerði með Flugstoðir. Ég bjóst hins vegar við að þetta yrði mun fyrr eða í Febrúar- Mars s.l. Þessar uppsagnir ættu því ekki að koma neinum á óvart sem hlustuðu á mig fyrir um ári síðan þegar ég byrjaði á rausi mínu um þessi mál. En, þannig er, að menn vilja stundum ekki hlusta á sannleikann hversu erfiður svo sem hann er og skella skollaeyrum við honum þangað til að raunveruleikanum kemur þá er hlaupið til handa og fóta og þeir sem best standa að vígi beðnir um aðstoð sem sjálfsagt er að veita upp að ákveðnu marki.

Vona að allir komi glaðir út úr niðurskurði RS og skaðist eigi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband