Feministar og fleira

Ég var að horfa á Kastljósið í köld eftir að hafa horft á fréttir. Ég varð fyrst sleginn furðu vegna fréttar um klæðnað ungbarna á fæðingadeild og svo reiður þegar einhver mæt kona kom í Kastljósið og heimtaði kynjakvóta á Silfur Egils.

Báðar þessar konur, þ.e sú sem kom fram með kvörtun (Kolbrún Halldórsdóttir) vegna klæðnaðar brjóstabarna á fæðingardeild og eins hin konan sem kom fram í Kastljósi í kvöld sem eru að sjálfsögðu báðar Vinstri Grænar, og það illa Vinstri Grænar. Þessi femínistahugsjón er orðin þreytt og henni þarf að breyta. Ég t.d hafði samúð með málstað femínista framan af, en er nú hatrammur andstæðingur þeirrar kenningar. Það á víst að draga konur nauðugar viljugar í stjórnmál svo kynjakvóta sé fullnægt, en ekkert talað um hæfni, þekkingu á efninu eða vilja til að vera í pólítík eða í stjórn félaga. Þetta er stærðarinnar BULL sem feministar hafa sótt fram með síðustu ár. Það þarf að stöðva þetta áður en það verður óviðráðanlegt í samfélaginu.

Eins get ég ekki orða bundist vegna ákvörðunar þriggja leikskóla í Grafarholti að þiggja ekki lengur þjónustu presta til að kenna börnunum kristinfræði. Þetta er gert til að móðga ekki krakka annarar trúar. Ég spyr, hvað með restina af krökkunum sem eru íslensk og kristinnar trúar? Eiga þau bara að tapa vegna einhverra sem eru annarar trúar. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu. FARIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ UPPBYGGILEGT EN EKKI SLEPPA YKKUR Í MÁL SEM SKIPTA ENGU.

Það er af nógu að taka t..d í Afríku og einnig hér heima þar sem margir líða skort og þurfa að bíða langan tíma eftir skurðaðgerðum. Reynið þið nú VG fólk að ainbeita ykkur að málum sem skipta MÁLI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 822

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband