Ekki veit ég

hvort sakast á við sauðina í Vegagerðinni eða mannsauðina sem aka um vegi landsins. Þeir sem aka framhjá Vogaafleggjaranum ættu að gera sér ljóst að um vegaframkvæmdir er að ræða og líta eftir merkingum og fara varlega. Það eru ekki svo litlar og augljósar merkingar um framkvæmdir að það ætti að fara framhjá nokkrum manni.

Hins vegar er merkilegt að Vegagerðin skuli ekki halda framkvæmdum áfram strax og ljóst var að verktakinn var í greiðsluerfiðleikum og taka fram fyrir hendurnar á þeim áður en illa fór og reyna að koma í veg fyrir svo langt stopp á framkvæmdum og raunin er.

Það hefði líka verið hægt að koma fyrir leiðarljósum í götunni sem leiddi þá sem vilja fara óvarlega, hvert þeir eigi að fara svo þeir fari sér ekki að voða. Oft hef ég orðið vitni að þvi að menn beygja strax inn á vinstri akrein eftir að þeir eru komnir framhjá beygjukeylunum og virðast vera búnir að gleyma að um vegaframkvæmdir séu að ræða og horfa ekki á skiltin sem Vegagerðin hefur þó komið upp, mönnum til upplýsingar. Það er aldrei of varlega farið þegar menn eru óöruggir, og menn ættu að muna að vinstri akreinin er ætluð til framúraksturs hvort sem um eina eða tvær akreinar eru að ræða og ættu aldrei að keyra á vinstri akrein bara af því að hún er þarna.


mbl.is Akstursstefnur aðgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 823

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband