Bolvíkingar

eru æstir þessa dagana. Meirihlutaskipti í bæjarstjórn og K-lista fólk óhresst yfir því að fá ekki lengur að vera með, skiljanlega.

Eftir að hafa búið í víkinni í 12 ár og hafa fylgst með pólitíkinni þar allan þann tíma, og einnig eftir að ég flutti suður, þá hef ég ekki fundið aðra eins heift í fólki eins og núna. Nokkrir einstaklingar hafa farið hamförum og gert allt sem hægt er að gera til að koma höggi á verðandi meirihluta og fólkið sem starfar að heilindum fyrir bæjarfélagið.

Mér finnst til dæmis ákaflega ósmekklegt af eiginmanni læknis bæjarins, að líkja bæjarbúum við apa af því að honum fellur ekki það sem er að gerast í bæjarpólitíkinni. Sjá færslur hans hér.  http://lydurarnason.blog.is/blog/lydurarnason/entry/524611/

Á sama tíma og þetta fólk er að tala um einingu og samstarf, þá virðist ekki vera sama hvaðan einingin og samstarfið kemur, það verður að vera að skapi þessa fólks, eða ekki. Mig tekur það sárt að sjá hvað nokkrir einstaklingar geta gert til að sundra því góða orðspori sem Bolungarvík hafði meðal landsmanna með neikvæðum og einhæfum fréttaflutningi.

Án þess að ég ætli að bera í bætifláka fyrir A-listann, þá held ég að þessi slit meirihlutans fyrrverandi hafi haft aðdraganda, sem kannski eiga eftir að koma í ljós seinna meir. Ég þekki Önnu Edvards það vel að hún hefur ekki tekið neina skyndiákvördun um slitin. Ég treysti Elíasi og hans fólki til þess að reka bæjarfélagið vel og skynsamlega og vona að samstarfið við A-lista verði heilladrjúgt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Helgi

Góður pistill en eins og allir vita þá heyrist mest í þessum fáu

Datt inn á góð gullkorn sem eiga vel við. Kveðja til allra.

" Sá sem kastar skít í aðra verður sjálfur skítugur á höndunum"" Betra er að kunna eitt verk vel en að káka við hundrað"" Eftir storm koma stillur "

Gunna Gumma Hassa (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Sæll Helgi

Ég er reyndar ekki sammála að hér hafi verið unnið að heilindum fyrir bæjarfélagið ... að slíta meirihluta samstarfi og láta bæjarstjórann okkar fara án þess að færa rök eða koma með marktækar ástæður fyrir því finnst mér ekki heilindi! Ég er hvorki í K, D né A listanum og ber virðingu fyrir þeim sem vilja bænum okkar vel ... ég tel marga í bæjarstjórn hafa gert bænum okkar gott bæði þeir sem setið hafa í meiri og minni hluta. En mér finnst því miður A listinn ekki hafa komið vel fram, ég hefði vilja sjá K og D í meirihluta og Grím áfram sem bæjarstjóra

Ég hef ekki heyrt heyrast mest í fáum, en ég hef heyrt í mörgum og fólki úr öllum flokkum sem vildu sjá Grím áfram sem bæjarstjóra.

Bestu kveðjur úr víkinni fögru

Katrín  

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 1.5.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Sælar báðar tvær, alltaf gaman að heyra frá gömlum vinum.

Það er hins vegar sérstaklega gaman að heyra að þú, Kata mín skulir vera flutt í heimahagana aftur eftir nokkura ára fjarveru.

Það er þetta með heilindin sem ég held að þú hafir ekki skilið alveg hjá mér, kannski vegna fjarveru síðustu ára eða kannski vegna þess að þú ert að byrja að hafa áhuga á stjórnmálum núna, en Anna Edvards hefur unnið að stjórnmálum í Víkinni lengur en ég man, og man ég langt. Hún hefur hingað til verið fengin til að koma að bæjarmálum hvað eftir annað og gert það með sóma, eins og reyndar allir þeir sem komið hafa að stjórnun bæjarins hingað til frá stofnun Bolungarvíkurkaupstaðar. Það er hins vegar ekki sanngjarnt að segja að einhver einn hafi ekki unnið að heilindum fyrir bæjarfélagið þó svo að hann eða hún hafi gert eitthvað sem viðkomandi fellur ekki við í það og það skiptið.

Ég veit að Anna hefur ekki farið í meirihlutaslit fyrr en um allt hefur þrotið og örugglega ekki bara vegna þess að hana langaði til þess, hún hafði of mikið fyrir því að komast í eina sæng með K-lista eftir kosningar til þess að svo yrði. Ég veit það líka að þegar tveir mjög sterkir einstaklingar eiga að vinna saman þá vill oft halla á annan og þá verður vinslit, þannig er lífið. 

Með það að vilja sjá K og D lista saman núna hefði í mínum huga svo sem verið ágætistilhögun, en á það ber að líta að starx eftir kosningar fóru fram viðræður milli K og D lista sem lofuðu góðu, formenn K og D lista boðuðu til fundar þar sem aðeins D lista fólk mætti á til að frétta síðar meir að samningar hefðu tekist milli A og K lista í millitíðinni, heilindi þar á ferðinni eða hvað finnst þér?

Grímur bæjarstjóri er örugglega hinn vænsti maður, ég þekki hann ekkert en hef heyrt mikið um hann talað. Ég veit ekki hvað hann hefur per.se gert fyrir bæinn annað en að vera duglegur að koma fram í sjónvarpi og verið eins konar talsmaður bæjarins, sem mér finnst hann geta verið áfram þó svo hann sé hættur sem bæjarstjóri. Kosinn bæjarstjóri, þ.e maður sem hlýtur kosningu í löglegum kosningum og verður bæjarstjóri, hlýtur að hafa betri stjórn á bæjarmálum en ráðinn bæjarstjóri hann veit meira um það sem hefur gerst í bænum og hefur betri innsýn í það sem er að gerast, þar sem hann þekkir alla þræði. Það er mitt álit.

Bestu kveðjur að sunnan, sakna þess að vera ekki í Víkinni fögru.

Helgi

Helgi Jónsson, 1.5.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

Sæll Helgi

Ég veit það að Anna hefur unnið mikið, gott og óeigingjarnt starf fyrir bæjarfélagið í mörg ár, en þegar hún klauf sig útúr sjálfstæðisflokknum fyrir tveim árum vegna þess að hún vildi EKKI sjá Elías sem oddvita og bæjarstjóraefni voru það heilindi? Margt af því góða fólki sem fór á framboðslista A listans fór á hann vegna þess að það vildi koma í veg fyrir að Elías yrði bæjarstjóri.  Og hvað hefur nú gerst, hún með 5 manns á bak við sig hefur klofið meirihlutann og gert Elías að bæjarstjóra.  Ef að Anna hefur ríkar og góðar ástæður fyrir þessum slitum þá ætti hún að koma fram og segja frá þeim, sem hún hefur ekki gert - eina ástæðan sem hún hefur komið fram með er að umsvif Soffíu hafi verið orðin of mikil.  En hins vegar sendu stuðningsmenn hennar frá sér yfirlýsingu með ástæðum sem standast bara engan veginn.  Ég er kannski bara svo hrifin af hreinskilni og þess vegna finnst mér þetta svo fáránlegt, en mér finnst að við íbúarnir hér höfum rétt á að vita ástæðuna á bak við meirihlutaslitin og bæjarstjóraskiptin - sem kosta okkur mikla peninga og ég held því miður sé það aldrei heilla spor að sprengja meirhlutann á miðju kjörtímabili. 

Með kærri kveðjur úr víkinni fögru sem nú styður stóriðju og er á leiðinni í mikið fjárhagslegt aðhald ;)  

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 2.5.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband