Það voru gerð hræðileg mistök og ég vil fá að vita hver gerði þau mistök.

 Það kom fram í fréttum Stöðvar tvö í kvöld brot úr viðtali við Björgólf Thor sem gert var við hann í Kompásþætti sem sýndur verður annað kvöld. Þar segir hann fullum fetum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir fall Landsbankans og einstakt tilboð hefði borist um flýtingu á því ferli að Landsbankinn í Bretlandi hefði orðið breskur banki á fimm dögum með láni frá Seðlabanka Íslands upp á 200 milljónir punda.

Þetta var ekki samþykkt og Landsbankinn féll. Nú er það spurningin hvaða FÍFL komst að þeirri niðurstöðu að koma Landsbankanum EKKI til hjálpar vitandi að það gæti bjargað Landsbankanum og þar með komið í veg fyrir milliríkjadeilu og því að við verðum stimpluð sem hryðjuverkamenn um aldur og ævi. 

Það virtist á símtalinu sem Árni átti við Darling að hann vissi fullkomlega hvað myndi gerast í framhaldinu, og því spyr ég hver tók þá ákvörðun að aðstoða ekki Landsbankann og af hvaða hvötum ver það gert.

Davíð kom þessu öllu af stað með sinni alræmdu hefnigirni og tók Glitni svo hægt væri að hefna fyrir töpuð mál gegn Baugs feðgum á öðrum vettvangi.

Ég sem borgari þessa lands vil fá að vita hvað var gert svo hrikalega vitlaust og heimskt að börnin mín og tilvonandi barnabörn skuli þurfa að borga brúsann fyrir 6 milljarða dolla fum og ráðaleysi æðstu ráðamanna.

Ég hef verið yfirlýstur Sjálfstæðismaður og verið einn af trúnaðarmömmum flokksins en ef þetta reynist á grunni reyst þá mun ég ALDREI kjósa Sjálfstæðismenn aftur og hvet alla til að gera hið sama.  

Mér finnst að öll ríkisstjórnin ætti að segja af sér sem fyrst og þeir sem bera ábyrgðina af þessu fíaskói hætti í pólitík, komi sér af landi brott og skipti yfir í annað þjóðerni og láti ekki nokkurn mann vita að þeir komi frá landi sem þeir vegna heimsku, settu á hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi mál þarf að rannsaka fra A til Ö því við sem eigum að orga brúsann viljum RÉTT svör

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

borga..........

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 02:23

3 identicon

Sæll Helgi.

Stærstu mistökin eru fylgismanna sjálfstæðisflokksins sem létu forystusveitina ganga allt of langt í að breyta fjöreggi hins frjálsa framtaks í fúlegg.

Kveðja,

lydur arnason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 822

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband