Það fer að líða að því að bylting verði gerð.

Já, blóðuga byltingu ef fram fer sem horfir. Það á að ganga frá fyrirtækjunum endanlega dauðum með tilheyrandi atvinnuleysi og stórhækka skuldir heimilanna, sem voru þó nægar fyrir.

Hagfræði er greinilega léleg fræði. Mismunandi skoðanir hagfræðinga á því hvað skuli gera eru ekki beinlínis til þess gerðar, að maður verði einhvers nær. 

Það er þannig með mig að ég, eins og tugþúsundir annarra íslendinga, eru tæknilega gjaldþrota. Skuldir hækka með degi hverjum en verð fasteignar minnar er nánast núll. Ég er settur í þann mesta skuldaklafa ríkis sem þekkst hefur á vestrænu bóli til þessa. Skuldir á hvern mann er meiri en nokkurn tíma hefur nokkru sinni verið sett á eina þjóð. Nú er kominn sá tími að mér stendur alveg á sama hvort ríkisstjórnin gerir þetta eða hitt, ég vil fá að vita hver er ábyrgur fyrir þessu öllu, og ég vil NÖFN.

Það þarf að gera það sem þarf til að fá svör, enga linkind, svör STRAX. Ég gat ekki trúað því sem gerðist á blaðamannafundi Geirs H Haarde s.l föstudag þegar hann var spurður hvort ekki ætti að skipta um bankastjóra Seðlabankans og ráða mann á faglegum nótum. Svar hans var á þá leið að hann vissi ekki betur en að síðast hefði verið ráðið í bankastjórastöðu Seðlabankans á faglegum nótum, af honum sjálfum. Þvílíkur hroki. Hann getur sagt þetta við þjóð sem er í andlegum og fjárhagslegum hremmingum og horfir upp á að mistök, sem hann viðurkennir sjálfur að hafi verið gerð, kosti menn vinnu og sennilega megnið af sparnaði þess. Hvílíkur hroki. Faglegum nótum. Vinur hans til margra ára, formaður flokksins og Forsætisráðherra, heldur maðurinn að við séum asnar sem hægt er að leiða áfram með bundið fyrir augun? Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að maðurinn væri siðblindur, ég held þó ekki en það stappar nærri því. 

Við þurftum ekki að heyra þetta á þessum tíma. Við þurfum menn sem vita hvað þeir eru að gera en ekki menn sem vita ekkert í sinn haus og kosta þjóðina sennilega fátækt, atvinnuleysi og eignaupptöku í stórum stíl.

Ég vil fá að vita hver ber ábyrgð á þessu öllu og það strax svo hægt sé að setja aðra menn inná sem vita hvað gera eigi. Þessir svo kölluðu ráðamenn þjóðarinnar eiga að hafa vit á að gera ekkert sem skapað getur þær aðstæður að hér verði gripið til vopna. Það kraumar óánægjan og hækkun stýrivaxta um 6 % er ekki leiðin til að minnka óánægju. Ef menn passa sig ekki þá verður þetta niðurstaðan og vopnin tala. Menn eru hvort sem er dauðir, þökk sé "ráðamönnum". Engar skrokkverjur duga til ef þannig fer. 

Íslenska þjóðin er seint reitt til reiði en þegar það gerist, þá bið ég Guð að hjálpa okkur öllum. 


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ég er að hugsa um að útbúa afsal af íbúðinni og senda í ÍLS. Þeir mega eiga hana.... ég er farin.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.10.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband