Það verður sennilega að skrifa ógnandi framkomu

Ólafs Arnar á elliglöp, og honum er sjálfsagt vorkunn vegna þess.

Hins vegar ef sjálfstæðismenn ætla almennt að taka svona á málum þá er ég hættur að styðja flokkinn. Ef mótmælendur á Austurvelli eru "kommúnistadrullusokkar" má þá kalla þessa menn "fasistabullur" kannski?

Þetta er byrjunin á endalokunum hjá okkur, þegar menn fara að berjast innbyrðis og gleyma að berjast við kerfið.

Við eigum að gera upptækar eignir þeirra sem fóru óvarlega með fjöregg þjóðarinnar, hvort sem þeir eru "útrásavíkingar" eða sofandi stjórnmálamenn sem þjóðin treysti og trúði til að hafa hlutina í lagi. Hverju eiga þegnarnir að trúa þegar ríkjandi stjórnvöld koma fram ítrekað og segja að allar viðvaranir séu ofmetnar og menn hafi ekki vit á hvað þeir segja, aðstæður hér séu sérstakar og ekki sé tekið tillit til þeirra. Þeir eru meira að segja kallaðir óvitar og þurfi endurmenntunar við. Hverju eiga þegnarnir að trúa. Við verðum meðvirk í bullinu af því að við trúum ekki, eða viljum ekki trúa, að ástandið sé svona slæmt og skellum skollaeyrum við.

Ég vona samt og trúi að eftir ár verði útlitið betra hjá okkur og vona að þessir vesalings menn sem virðast hafa menntun og vit, leiti sér hjálpar við slagsmála og óeirðartilburðum hið fyrsta svo ekki komi til borgarastyrjaldar, sem verður ef ekki er gripið inn í.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að koma af stað breytingum, raunverulegum breytingum á þjóðfélaginu áður en upp úr sýður. Um næstu mánaðarmót koma fyrstu uppsagnirnar til framkvæmda. Ég óttast hvað gerist þá ef stjórnvöld gera ekki róttækar breytingar strax. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Maðurinn er nú ekki orðinn svo gamall að hægt sé skrifa þessi afglöp á elliglöp

Hef annars verið að lesa yfir bloggin þín öðru hvoru og mjög þykir mér sérstakt að heyra skynsemi og yfirvegun hjá fólki sem telur sig til Sjálfstæðisflokksins - tek hattinn ofan fyrir því að þú þorir að gagnrýna flokkinn þó þú styðjir hann því það er mjög ábótavant hjá vel flestum sem slíkt hið sama gera.

Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband