Geir með illkynja krabba í vélinda.

Það er leiðinlegt að heyra að Geir H. Haarde skuli vera með illkynja krabbamein í vélinda. Ég vil engum svo illt að þurfa að heyja baráttu við illkynja sjúkdóm. Hins vegar er Geir bjartsýnn á framhaldið og telur sig halda starfsorku nástu mánuði og aðgerðin sem hann fer í til Hollands sé svokölluð speglunaraðgerð.

Vitandi örlítið um vandamál í vélinda, þá finnst mér að Geir sé að nota tækifærið, ef svo má til orða taka, til að hætta í stjórnmálum á eigin forsendum en geti jafnframt sagt að enginn hafi neytt sig til að hætta heldur hafi sjúkdómur orðið til þess að hann hættir.Enn og einu sinni vill hann ekki hlusta á þá undiröldu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið og telur best að fara þessa leið. Hann segir að starfsorkan verði óskert næstu mánuði og hví tekur hann sig ekki á og gerir eitthvað af því sem hann, sem Forsætisráðherra, á að gera.

Ég nefni sem dæmi að ekkert hefur verið gert varðandi samskipti okkar við Breta. Við erum enn hryðjuverkamenn í þeirra augum. Af hverju er ekki fyrir löngu búið að kalla sendiherrann á teppið og gefa honum tækifæri til að láta niður tannburstann og flytja hann í lögreglufylgd út á flugvöll og senda hann heim. Kalla okkar fólk heim sömuleiðis og slíta stjórnmálasambandi við Breta alveg. Ætli ekki myndi hrikta í innviðum NATO ef þetta væri gert.

En talandi um NATO. Nú verða kosningar í vor og mjög líklega verður VG með í næsta ríkisstjórnarsamstarfi. VG hefur á stefnuskrá sinni, samkvæmt orðum formannsins, að leggja niður Varnarmálastofnun. Gaman væri að fá frekari útlistun á því hvað gera eigi við aðild okkar í NATO ef þetta væri gert. Það jafngildir nefnilega úrsögn úr því félagi ef Varnarmálastofnun verður lögð niður. Gaman væri að fá að sjá pælingarnar að baki þessara orða formannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband