Ráðamenn þjóðarinnar eru enn í afneitun

og neita að skilja neyð fólks sem komið er í greiðsluvandræði. Öll þau ráð sem Gylfi gefur, eru annaðhvort ekki komin til framkvæmda eða það þarf sendibíl til að koma öllum pappírum til útfyllingar til að fá frystingu eða aðrar tiltækar úrlausnir.

Það er einkenni kommúnistaríkja eins og Íslands að það á að drekkja öllu í pappír svo hinn vinnandi maður treysti sér ekki til að fara í neinar þær úrbætur sem tiltækar eru.

Það er líka annað sem setur að manni kvíða. Ég sá fyrir nokkru að aðstoðarmaður Jóhönnu er Hrannar B Arnarsson, gamall hundur úr bókafélagi sem sendi allt í einu gömlum viðskiptavinum, sem hætt höfðu viðskiptum nokkru fyrr, tímarit að því er virtist ókeypis. Lögfræðingar voru samt ekki langt undan til að gera lögtak hjá þeim sem ekki borguðu tímaritin sem ekki voru umbeðin og margir töpuðu miklum peningum á braski þeirra félaga Helga Hjörvars og Hrannars B. Arnarssonar. Tímaritið Þjóðlíf sem þeir félagar ráku skuldaði vörsluskatta og mig minnir að Hrannar hafi fengið sekt fyrir sinn hlut og þurft að bakka af lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og bjargað með því pólitísku lífi Helga með því að taka á sig sök.

Þessir menn eru núna aðal hugmyndafræðingar nýrrar ríkisstjórnar af hálfu Samfylkingar, og megi Drottinn blessa Íslensku þjóðina þegar uppskriftin að gjaldþroti heimilanna liggur fyrir.


mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 823

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband