Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Björn Bjarna og Ratsjárstofnun

Björn Bjarnason fer mikinn á heimasíðu sinni, nú þegar dátar hans hafa hreppt þann stærsta fíkniefnafund sem sögum fer af. Ekki vil ég svo sem gera lítið úr þessu afreki, en þarf ekki að koma höndum yfir þá sem hafa fjármagnið og loka reikningum þeirra til að árangur geti orðið meiri.

Það kom fram í máli hans að nota mætti  ratsjár Ratsjárstofnunar til þess að  fylgjast með skipaumferð um landið og þannig nýta þær í löggæslu og þannig fá dómsmálaráðuneytinu þær til yfirumsjónar. Enn einu sinni stingur dómsmálaráðherra fætinum upp í sig þegar hann byrjar að tala um ratsjárnar og í hvað hægt væri að nýta þær. Mig langar að fara yfir nokkur al þekkt grunnatriði sem allir vita um ef þeir hafa minnstu hugmynd um hvað er talað. Í fyrsta lagi eru þetta ratsjár til eftirlits flugumferðar en ekki skipa, í annan stað yrði erfitt fyrir ratsjárnar að finna lítinn plastbát sem búinn er til úr PLASTI og endurspeglar því ekki ratsjárgeislanum og í þriðja lagi er vonlaust fyrir ratsjá sem á að sjá litla báta á úthafinu, hvort um öldugang er að ræða eða eitthvað annað. Flóð og fjara skiptir máli og svo koma til firðir og fjallgarðar sem þær draga ekki í gegnum og svo mætti lengi telja. Þannig að niðurstaðan er sú að ef ratsjár eiga að hafa eftirlit um stranlengjuna þyrfti að koma upp nokkrum tugum slíkra ratsjáa hringinn í kringum landið, sem drægju stutt vegna bungu jarðar (skipin sigla á sjónum en ekki í 30.000 fetum) svo eitthvað gagn væri af þeim. Þær þyrftu sérstakan hugbúnað til að vinna eftir þar sem flóð og fjara er ekki eins um landið og svo þyrfti hugbúnaðurinn að skynja hvort um sjó (stór spegill) eða eitthvað annað væri um að ræða og vinna úr því.

Mér persónulega finnst að Björn ætti að hætta að láta sig langa í ratsjárnar, hann hefur enga burði til að fá þær og ætti að sjá sóma sinn í að láta kyrrt liggja, Í fyrsta lagi þá er óheyrilegt á byggðu bóli að Dómsmálaráðuneyti fari með varnir lands. Annað hvort er það Utanríkis, Varnarmála eða Hermálaráðuneyti sem fara með slík tæki, Hins vegar ef ratsjárnar eiga að skipta um ráðuneyti fyndist mér að setja ætti þær undir Samgönguráðuneyti þar sem flugsamgöngum er stjórnað frá. Ég held meira að segja að þeim væri jafnvel best komið þar, þar sem allt er fyrir hendi hjá Flugstoðum til að geta rekið þær á sem ódýrastan hátt. Ég geri mér hins vegar engar grillur um að RS fari frá Utanríkisráðuneyti .


mbl.is Dómsmálaráðherra: Athugunarefni að nýta búnað ratsjárstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og CNN

Gaman að sjá að Kanarnir skuli vera farnir að fá áhuga á okkur hvað varðar framtíðar orkugjafa. Það versta er, er að vetni er ekki orkugjafi heldur frekar orkumiðill og ég spái því að stóru bílaframleiðendurnir koma ekki til með að framleiða mikið magn af vetnisbílum í framtíðinni. Það þyrfti að byggja upp nokkur þúsund kjarnorkuver um heimsbyggðina til að framleiða það vetni sem til þarf og ferskvatn er einnig af skornum skammti víðast hvar annars staðar en á Íslandi.

Það hlýtur að koma fljótlega í ljós hvað verði fratmíðarorkugjafi mannkyns miðað við það verð sem er á olíu í dag. Olíufurstarnir eru nefnilega að skjóta sig í fótinn með svo háu heimsmarkaðsverði, en það er gott, því fyrr sem menn komast að niðurstöðu með nýjan orkugjafa því betra. 

 


mbl.is Ýtarleg umfjöllun um íslenskar vetnistilraunir á CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Etanól

Hvernig er það, er ekki hægt að búa til Etanól úr mysunni sem fleygt er í Ölfusá á hverjum degi og þá búið til innlent Etanól, eða er kannski engu hent.
mbl.is Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkasta þjóð veraldar

Það er skrítið að hugsa til þess að Ísland skuli vera meðal ríkustu þjóða heims, en samt skuli hagur sjúkra vera eins bágborin og raun ber vitni. Mjög góð vinkona okkar hjóna greindist með lungnakrabba núna nýlega og er staða hennar sem einstæð móðir mjög bágborin.

Það er hent milljörðum í fánýta aðstoð við sveitarfélögin á landsbyggðinni vegna kvótaskerðingar, en það er hvergi til opinber líknarsjóður til handa dauðsjúkum einstaklingum til að sækja um úr fyrir lífsnauðsynjum. Það væri nú Guðlaugi Þór til ævarandi sóma ef hann stofnaði slíkan sjóð með t.d 500.000.000 króna innleggi svo dauðsjúkir geti björg sér veitt. Kona ein sem kom fram í sjónvarpi fyrir skömmu, stendur í sömu sporum og vinkona okkar og því miður er til fullt af einstaklingum sem hafa varla til hnífs og skeiðar vegna alvarlegra veikinda. Það er eins og ef einstaklingurinn veikist og hverfi af vinnumarkaði, þá sé hann einskis nýtur og það megi bara henda honum. Þessu verður að breyta snarlega og aðstoða þá sem eru dauðsjúkir svo fjárhagsáhyggjur þjaki þá ekki í ofanálag.

Ég vona að framlag ungu konunnar sem fram kom í sjónvarpinu, komi til með að breytingar verði á þessum hlutum.


Hlýnun jarðar

Ég rakst á íslenska heimasíðu um himingeiminn og heitir hann Stjörnufræðivefurinn Þetta er merkilegur vefur og hann inniheldur gagnlegan fróðleik um sólkerfið okkar. Einnig rakst ég á bloggsíðu Ágústar Bjarnasonar sem fjallar á fræðilegan hátt um hlýnun jarðar og þá miklu iðngrein sem hefur skapast um hitnun jarðar.

Ég skora á alla að kynna sér gabbið um hlýnun jarðar af mannavöldum og draga sjálf ályktanir en ekki láta mata ykkur á "staðreyndum". Skoðið líka bloggsíðu Kristins Péturssonar um sama efni.


Jeppar umhverfisvænir

Ég rakst á frétt í MBL síðan 7 þ.m á tækni og vísindasíðunum þar sem sagt er, að samkvæmt nýlegum bandarískum rannsóknum  séu bensínbílar sem eyða miklu bensíni, svonefndir gösslarar, mun orkugrennri en tvinnbílar. Nú er svo komið að bílar á borð við Porce Cheyenne, Jeep Wrangler V8 og Range Rover eru mun "grænni" en bílar á borð við Toyota Prius.

Það sem munar er að jepparnir eru mun einfaldari í framleiðslu og það er einnig mun einfaldara að eyða þeim þegar dagar þeirra eru taldir. Mikil orka fer í að þróa, smíða, endurvinna og viðhalda tvinnbílum, skyldi forsetinn okkar vita að hann fór úr öskunni í eldinn þegar hann skipti út "Kaddanum" og fór út í Lexusinn. Lexusinn er sem sagt mun meiri gösslari en "Kaddinn" þegar upp er staðið.


Háskóli Vestfjarða

Loksins, loksins er búið að ákveða að stofna Háskóla Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga tilkynnti þetta á dögunum og á skólinn að taka til starfa 2008.

Frábært að þetta skuli vera ákveðið, ekki veitir af að fá öfluga menntastofnun á háskólastigi vestur, einungis á eftir að ákveða hvað skuli einblínt á og keyra svo á það.

Til hamingju Vestfirðingar. 


Eftrilit

Það er magnað hvað fólk getur látið yfir sig ganga, og þó. Það má til dæmis ekki hlera síma og vera með tálbeitur, en það segir enginn neitt yfir því að lögreglan njósnar um borgarana daglega. Í Reykjavík eru ég veit ekki hvað margar eftirlitsmyndavélar í miðbænum, öllum er sama og finnst þetta sjálfsagt. Lögreglan liggur í leyni og reynir að nappa mann við að keyra aðeins of hratt til að geta sektað.  Talað er um að þetta sé til að auka umferðaöryggi, en ég held að það sé ekki tilfellið, slys hafa aldrei verið fleiri en síðan var byrjað á eftirliti með myndavélum. Í dagblöðunum nýlega var frétt um að lögreglan hefði sektað á einum degi fyrir kostnaðinum af myndavél sem var sett upp á einhverjum gatnamótum, er þetta skattlagning eða eftirlit, ég spyr.

Það er kannski engin skýring á því hvers vegna þetta er svona, en myndavélar auka ekkert öryggi heldur gefur eftrilitsaðilanum tilefi til að seilast inn í pyngju vegfaranda. Þegar hlerunarmálin komu upp í fyrra varð allt vitlaust yfir því. Gamlir alþingismenn og ráðherrar hótuðu öllu illu ef þeir fengju ekki að vita um hvað var hlerað og hvenær með hvaða úrskurði. Enginn virðist hins vegar gera sér rellu um það eftirlit sem fer fram á hverjum degi af hendi lögreglunar af athöfnum borgaranna.

Sumir halda því fram að með því að banna ratsjárvara í bílum megi koma í veg fyrir að menn keyri of hratt, Ég er hins vegar ekki sammmála þessu þar sem ég vil fá að vita hvort um mig er njósnað eða ekki, hvort sem það er lögregla eða einhver annar.

Að lokum vil ég skora á fólk að keyra varlega og yfirvegað og nota hægri akreinina ef menn ætla að keyra hægt og leyfa mönnum að komast frammúr á þeirri vinstri.


Uppeldi

Enn einu sinni kemur upp sú umræða að það vanti úrræði fyrir börnin okkar þegar skóla lýkur á daginn og þangað til foreldrar koma heim úr vinnu. Þetta bil er u.þ.b 4 klukkutímar og eru foreldrar um 1300 barna á höfuðborgarsvæðinu í vandræðum með börnin sín yfir daginn og hrópa á borgina að leysa þessi mál. Borgin reynir að verða við óskum foreldra, en úrlausnin er dýr og erfitt að manna frístundaheimilin vegna lágra launa.

Dagur í lífi tveggja barna foreldra er einhvern veginn þannig: Kl. 7 er vaknað og börnin dregin á fætur, drifið ofaní þau morgunmatnum og þeim keyrt til skóla. Foreldrarnir í vinnu og um kl. 14 er byrjað að reyna að koma börnunum fyrir hjá ættingjum og vinum til kl 18. Börnin sótt og keypt pizza eða kjúklingur í kvöldmatinn og krökkunum síðan komið í rúmið um kl. 21. Þessi saga endurtekur sig svo fimm daga vikunnar. Um helgar eru foreldrarnir útkeyrðir og vilja helst hvíla sig til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Samskipti foreldra við börnin eru sem sagt 3 tímar á sólahring 5 daga vikunnar en eitthvað lengra um helgar.

Ég spyr,  hvað er fólk eiginlega að eignast börn ef þau láta vinnuna ganga fyrir uppeldi barnanna. Er lífsgæðakapphlaupið að drepa fólk? Börnin alast upp hjá ókunnugum og læra ekki samskipti og gagnkvæma virðingu fyrir öðrum þar sem uppeldið skortir. Eftir nokkur ár verða svo þessi börn komin út á göturnar, drukkin og útúrdópuð og engin skilur neitt í neinu. Einfalt ráð við þessu er að flytjast út á land þar sem kyrrðin og nálægðin við náttúruna kemur krökkunum til að bera virðingu fyrir öllu og öllum. Ef svo er komið að sveitarfélögin eiga að skaffa uppalendur fyrir foreldra, þá þarf að breyta þjóðfélagsgerðinni.

Ég sting uppá að, laun allra karla sem börn eiga, verði hækkuð um 85% og konum gert skylt að ala börnin sín upp heima við ástríki, umhyggju og hæfilegum aga. Jafnvel þó að komi til skilnaðar þá þyrfti karlinn að sjá fyrir börnunum þannig að konan geti sinnt uppeldinu áfram óþvinguð af áhyggjum um hvort hægt verði að kaupa í kvöldmatinn næsta dag. Aðeins þannig getum við dregið úr því agaleysi og vandræðum sem við verðum vitni að um hverja helgi í miðbæ Reykjavíkur.

Ég skora á foreldra 1300 barna að taka ábyrgð á því að eiga börn, og sjá um uppeldið sjálf.

Vona svo að allir eigi góðan dag. 


Enn um atvinnu á landsbyggðinni

Það verður gaman að sjá hvað ríkisstjórnin hefur í pokahorninu þegar hún tilkynnir um mótvægisaðgerðir vegna aflasamdráttar í næstu viku, væntanlega. Það hefur heyrst að ein af mótvægisaðgerðunum verði að auka bandbreidd tölvusamskipta með því að fjölga ljósleiðurum hringin í kringum landið. Ætli það sé atvinnuskapandi fyrir verkafólk í fiskvinnslu að geta spilað Bubbles hraðar á netinu eða er ætlast til að þetta sama fólk fægi ljósleiðarann alla daga svo internetið verði hraðvirkara og þannig geti fólkið spilað Bubbles enn hraðar.

Það verður að koma til eitthvað alvöru fyrir það fólk sem missir vinnuna. Það verður að flytja atvinnu á landsbyggðina og hvetja menn til dáða með einhverju sem heldur, um langa framtíð. Það gæti til dæmis dugað eitthvað að fella niður veiðileyfagjald á meðan á þessari vitleysu stendur, þ.e minnkun aflaheimilda, og reyna þannig að örva menn til þess að halda áfram með atvinnustarfsemi. Flytja á 80 störf til  vestfjarða, segir Össur, en hvaða störf? Það þarf að fara að koma svör frá þessum háu herrum í ríkisstjórninni.

Ekki fer fiskverkafólk að vinna við bókhald eða önnur störf sem krefjast háskólamenntunar með engum fyrirvara. Það þarf að mennta það fólk til þess að það geti unnið þannig störf og það tekur langan tíma, tíma sem þetta fólk hefur ekki. Það þarf að bregðast fljótt við ef ekki á illa að fara.

 


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband