Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Flugvallarmálið í Reykjavík

tók nýja stefnu í gær, þegar birtar voru niðusrstöður skoðanakönnunar sem fram fór nú á dögunum. Þar kemur í ljós að yfirgnævandi fjöldi manna vildi HAFA flugvöllinn þar sem hann er.

Athygli vakti að 59% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vildi völlinn þar sem hann er, og skyldi nú vera komin skýringin á því af hverju flokknum gengur svo illa í kosningum. Þau Gísli Marteinn og Hanna Birna ættu nú að kúvenda í málinu eða hætta í pólitík ella að hleypa að mönnum sem virða vilja fólksins. Þetta mál er Sjálfstæðisflokknum til skammar vitandi það að málið byrjaði hjá samtökum sem heitir "Betri byggð" fór þaðan til Samfylkingarinnar og þaðan rataði málið hjá Gísla Marteini og Co.

Það, að taka upp mál sem Samfylkingin fór af stað með upphaflega og ætla að vinna kosningar án þess að virða vilja fólksins, er fyrir neðan allar hellur. Sjálfstæðisflokkinn vantar fólk í forystu til að játa þá staðreynd að flugvöllurinn á að vera þar sem hann er, og vinna út frá því. Þannig gæti flokknum vegnað betur í framtíðinni.


Er ekki nóg komið

þegar sveitarfélögin á Suðurnesjum talast ekki við um lagningu rafmagnslína vegna uppbyggingu starfa á Miðnesheiði og Helguvík.

Hvað sem mönnum finnst um ljótleika línanna þá eru þær nauðsynlegar til að flytja rafmagn á sem hagkvæmastan máta. Ef leggja á allar línur í jörð, þá verður svo mikið tap í línunum, að reisa verður virkjun á stærðargráðunni Kárahjúka til þess eins að vinna upp tapið sem verður við flutning raforkunnar. Vinstri Grænir allra flokka virðast ekki skilja málið og telja það sér til framdráttar að hindra alla uppbyggingu atvinnu á Íslandi og koma helst öllum aftur inn í moldarkofana og fimm hundruð ár aftur í tíma, þegar fólk lifði við sult og seyru og rétt dró fram lífið. Umhverfisofbeldið hjá þessu liði er makalaust. Það má ekki gera nokkurn skapaðan hlut lengur án þess að málið fari fyrir umhverfismat og það er dýrt og ekki atvinnu til framdráttar.

Það er tími kominn til að hætta að hlusta á VG liðið og byrja að nytja alla þá orku sem við getum fengið frá móður náttúru, okkur og börnum framtíðar til heilla.


Varnarmálastofnun

hin nýja, hefur fengið góðan liðsmann þar sem Tinna er. Ég vil samt byrja á því að óska henni innilega til hamingju með starfið, sem á eflaust eftir að vera krefjandi og vonandi skemmtilegt.

 Varnarmálastofnun og hennar hlutverk með varnir landsins er umdeilt. Það ætti þó mönnum að vera ljóst að í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins höfum við sem þjóð eitthvað um varnir landsins að segja. Þó að gistikostnaður sé hár í augum sumra, þá er hann smáræði miðað við það sem önnur NATO ríki kosta til að koma hingað og sinna loftrýmisgæslu landsins.

Við eigum að vera stolt yfir því að vera loksins laus undan klafa erlends ríkis og reka okkar varnarmál, stolt og sjálfstæð.


mbl.is Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er

með þennan Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, er hann á móti veru okkar í NATO eða bara svekktur yfir því að hann fékk ekki loftrýmisgæsluhlutverkið í Skógarhlíðina eins og hann ætlaði. Það er bara tvennt sem hægt er að gera í stöðunni. Annarsvegar sinna gestahlutverkinu og fá aðrar þjóðir til þess að halda uppi loftvörnum yfir Íslandi eða hinsvegar að segja sig úr NATO.

Að segja sig úr NATO yrði stórmál og vekti stórkostlega neikvæða athygli um allan heim. Við erum í fyrsta skipti orðin sjálfstæð þjóð sem tekur sjálfstæða ákvörðun um varnir sínar og borgar fyrir þær. Við erum ekki lengur bara þiggjendur og upp á aðra komnir heldur farnir að leggja til peninga fyrir okkur sjálf, til varnar eigin lands.

Hvað varðar hörmungarnar í Kína, þá er samúð mín hjá Kínversku þjóðinni og mér finnst sjálfsagt að bjóða fram þá aðstoð sem við getum boðið fram. Það er þá hlutverk Kínverjanna að hafna eða þiggja slíkri aðstoð.


mbl.is Ísland velji ekki hernaðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolvíkingar

eru æstir þessa dagana. Meirihlutaskipti í bæjarstjórn og K-lista fólk óhresst yfir því að fá ekki lengur að vera með, skiljanlega.

Eftir að hafa búið í víkinni í 12 ár og hafa fylgst með pólitíkinni þar allan þann tíma, og einnig eftir að ég flutti suður, þá hef ég ekki fundið aðra eins heift í fólki eins og núna. Nokkrir einstaklingar hafa farið hamförum og gert allt sem hægt er að gera til að koma höggi á verðandi meirihluta og fólkið sem starfar að heilindum fyrir bæjarfélagið.

Mér finnst til dæmis ákaflega ósmekklegt af eiginmanni læknis bæjarins, að líkja bæjarbúum við apa af því að honum fellur ekki það sem er að gerast í bæjarpólitíkinni. Sjá færslur hans hér.  http://lydurarnason.blog.is/blog/lydurarnason/entry/524611/

Á sama tíma og þetta fólk er að tala um einingu og samstarf, þá virðist ekki vera sama hvaðan einingin og samstarfið kemur, það verður að vera að skapi þessa fólks, eða ekki. Mig tekur það sárt að sjá hvað nokkrir einstaklingar geta gert til að sundra því góða orðspori sem Bolungarvík hafði meðal landsmanna með neikvæðum og einhæfum fréttaflutningi.

Án þess að ég ætli að bera í bætifláka fyrir A-listann, þá held ég að þessi slit meirihlutans fyrrverandi hafi haft aðdraganda, sem kannski eiga eftir að koma í ljós seinna meir. Ég þekki Önnu Edvards það vel að hún hefur ekki tekið neina skyndiákvördun um slitin. Ég treysti Elíasi og hans fólki til þess að reka bæjarfélagið vel og skynsamlega og vona að samstarfið við A-lista verði heilladrjúgt.


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 803

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband