Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Það er gott að Norðmenn eru loks að átta sig

á því hvað ástandið er alvarlegt hér á landi. Það er erfitt að eiga vini í orði en ekki á borði, þegar neyðin er stærst. Ótrúlegt hvað Svíar eru harðir gagnvart skilyrðum um Icesave, það er vonandi að loks rofi eitthvað til í þessum efnum hjá "vinum "okkar.

Það er hins vegar ljóst að þessi ríkisstjórn okkar er búin að vera, því miður. Jóhanna sést ekki og hvað þá að hún láti frá sér eitthvað af viti í orði. Þessi skrif hennar Financial Times hefðu þurft að koma fyrir mánuðum síðan og þau eru als ekki nógu kjarnyrt. Greinin hans Péturs Blöndal eru hins vegar góð en kemur of seint.

Við erum í vægast sagt vondum málum og þurfum betra fólk í brúnna, röggsamt og ákveðið og með hag íslenskrar alþýðu að leiðarljósi. Þetta fólk sem kennir sig við jafnaðarstefnu vinnur hörðum höndum við að koma öllum almenningi í gjaldþrot, einungis til að halda völdum og eru tilbúin að selja sig ódýrt til að þurfa ekki að standa við gefin loforð um skjaldborg heimilanna sem ekki hefur litið dagsins ljós ennþá.

Eina breytingin er að innheimtur ríkisbankanna og krítarkortafyrirtækjanna hafa harðnað og lögfræðikostnaður fyrr að leggjast á en áður hefur þekkst. Ég segi fyrir mitt leiti að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa stjórn og hvað þá mest Steingrím J. en hann hefur gengið hvað lengst baka orða sinna af öllum þeim sem nokkru sinni hafa setið á alþingi. 


mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birnir yfir Íslandi.

Það er ekkert nýtt að fá þessar vélar hingað. Þetta eru gamlar en góðar vélar sem hafa fengið gríðarlegt viðhald hin síðustu ár hjá Rússanum. Þær geta flogið býsna hratt af skrúfuvélum að vera, eða á um 930 km/klst. Þær hafa mjög mikið flugþol og geta borið kjarnavopn, enda hannaðar til þess á sínum tíma.

 

300px-Tupolev_Tu-95_Marina

Það er engum vafa um það undirorpið að Rússar sýna okkur meiri áhuga en oft áður. Hvort það er vegna aukinna möguleika á skipaferðum yfir norðurpól eða hugsanlegrar olíuvinnslu við Ísland veit enginn.

Það þarf að fylgjast með þessum ferðum vélanna einfaldlega vegna þess að þessar vélar eru þær einu sem fljúga svokallaða "mission" hingað til okkar sem þýðir að ef þær koma inn fyrir 12 mílurnar þýðir það óvinaaðgerð. Þeir hafa svo sem aldrei gert það enda yrði það stórmál. Þetta er hernaðarflug sem Rússarnir eru ekki tilbúnir að tilkynna fyrirfram að verði, svo gæsla  er það sem við þurfum.

Íslendingar verja 0,001 % af landsframleiðslu til varnarmála á meðan t.d Danir og Norðmenn verja 2,5 %. Ef engin ógn er af flugi þessara véla, þá hvers vegna eru aðrar nágrannaþjóðir að verja miklum upphæðum í varnarmál. Gæti það átt sér þá skýringu að fyrir 70 árum síðan braust út styrjöld með tilheyrandi hörmungum og menn vilja tryggja það að ekki verði komið aftur að þeim með buxurnar á hælunum.

Það virðist nefnilega skjótt breytast veður í lofti hernaðarlega séð hér í norður Evrópu og þá ættu menn að vera tilbúnir. Nokkrar milljónir til eða frá skipta engu máli fyrir okkur og við ættum frekar að bæta í heldur en að draga úr.


mbl.is Birnir yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef nú ekki alltaf verið sammála Birni Bjarna

en núna er ég hjartanlega sammála honum. Það sem hann segir um aumingjaskap Jóhönnu og Steingríms er sláandi og þetta fólk gerir ekkert til að verja málstað Íslands eins og skylda þeirra er.

Hrannar B Arnarsson er talsmaður Jóhönnu og það hvernig hann klúðraði málum eftir grein Joly, gerir það að verkum að hann ætti að hætta í pólitík strax enda hefur hann ekkert að gera sem pólitíkus.

Við getum talað um hrein svik við málstað okkar af þeirra hálfu, en ég lít svo á að samsæri hafi verið hleypt af stokkunum af hálfu ríkisstjórnarflokkanna einungis til að komast í ESB hið fyrsta.

Allt má gera svo þetta geti orðið, en það er okkar, fólksins í landinu að stoppa þessa vitleysu strax og láta ekki ESB liða valta yfir okkur.

Áfram Ísland. 


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstoðarmaður Forsætisráðherra fer mikinn

eftir að ræða frú Jolie var birt í fjórum stórum blöðum víða um Evrópu. Hann rakkar nniður greinina hennar eins og hann haf i sjálfur óhreint mjöl í pokanum. Hrannar B Arnarsson hefur ekki alltaf verið stillti strákurinn og náð að svíkja fé út úr fólki með aðferðum sem ekki verður farið útí.

 Þessi maður er núna aðstoðarmaður ráðherra, ráðherra sem gerir ekkert fyrir þjóðina og ætti að setja af hin snarasta ásamt aðstoðarmanni. Ekkert hefur verið gert af hálfu stjórnarinnar til að bera hönd yfir höfuð okkar Íslendinga og grunar mig að eitthvað rotið sé í Danmörku. 

Það er kominn tími á að henda þessum gamalmennum sem stjórna landinu og stofna til nýrra kosninga sem fyrst með það að aðalljósi að koma Samfylkingu og VG þannig frá að þau eigi ekki endurreisnar von aftur, aldrei.

Bara það að sjá smettið á Hrannari setur að mér hroll og ég veit að þessi samsetta vinstri stjórn er bara kláði sem við verðum að klóra burt hið snarasta. 

Það er óskiljanlegt hvernig Steigrímur hefur snúist í pólitíkinni. 180° hefur karlinn farið og er nú sá siðspillti stjórnmálamaður og hann hefur ásakað aðra um að vera. Ég vona að hann eigi aldrei afturkvæmt á þjóðþing íslendinga aftur og hans slegti.  


Þetta er réttlætismál að fá að vita

hvað bankarnir hafa verið að gera. Krosseignatengsl Bakkabræðra og Jóns Ásgeirs hafa orðið til þess að almenningur þarf að borga fyrir sukkið og þá á að leyfa þeim sem borga að fá að vita hvernig málin stóðu og koma þeim sem ábyrgir voru á viðeigandi stofnun.

Ég var að lesa bókina "Menn sem hata konur". Þar er sögupersóna sem kann ýmislegt fyrir sér í tölvuhakki og komst inn á þær tölvur sem hún vildi. Er ekki hægt að fá slíka manneskju til að fara inn á tölvur þessara manna til að komast að því hvar þeir geyma milljarðana. Finna öll lykilorð og millifæra inná reikning ríkisins.

Flestir þessara manna búa í Bretlandi þar sem þeir eiga lögheimili og hafa fengið breskt vegabréf. Ef þessir menn halda að þeir séu öryggir í fjöldanum í London, þá er það mikill misskilningur. Það er nefnilega hægt að komast að þeim hvar sem þeir eru og láta þá gjalda græðginnar.

Það þarf að koma lögum yfir þessa menn í hvaða formi sem er, og bankaleynd á alls ekki við þar sem við borgum brúsann og hljótum að eiga rétt á að vita hvað þessir menn voru að gera.  


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband