Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Það er svona sem konur koma fram vilja sínum

Þær senda karlinn í ófrjósemisaðgerð í stað þess að fara sjálfar, þó svo að þær verði sjálfkrafa geldingar um fimmtugsaldurinn. Þær senda hins vegar karlinn í geldingu. Frumkvöt karlsins er að geta fjölgað sér og þegar það er ekki lengur hægt þá geta sumir hverjir ekki gengið uppréttir aftur sökum skorts á sjálfsvirðingu.

Það er tímanna tákn að konur taka sér frí í vinnu á miðjum degi og hópast í kröfugöngu þúsundum saman niður í miðbæ Reykjavíkur til að segja, væntanlega körlunum sem þær eru búnar að senda í geldingu, að þær hafi það svo skítt.

Kannski við karlmenn ættum að safnast saman svo tugþúsundum skipti niður í bæ einn eftirmiðdaginn þegar hvað brjálaðast er að gera í vinnunni, og krefjast þess að losna undan oki kvennanna sem raunverulega fara með öll völd. Hvenær heyrum við um karl sem kvartar undan yfirgangi og frekju eiginkonunnar? Aldrei. Þegar búið er að gelda hann þá verður hann eins og geldur hundur, situr heima og hlýðir konunni í einu og öllu.

 


mbl.is Karlar flykkjast í ófrjósemisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt gott og gilt

en það þarf meira til að koma þessum 40.000 heimilum til aðstoðar. Ég myndi segja að þeir sem eru illa staddir þyrftu einfaldlega að fara í greiðslumat og greiða í samræmi við getu hvers og eins, annað verði afskrifað.

Það þarf líka atvinnu og það vel launaða atvinnu. Ég bý á Suðurnesjum þar sem mesta atvinnuleysi er á landinu og einhverra hluta vegna má alls ekki koma neinu af stað hérna, sennilega vegna prinsippa sem Ögmundur og CO hafa og vilja ekki víkja frá sama hvað.

Ummæli Ögmundar varðandi álverið í Helguvík og ECA verkefnið er dæmi um það hvað mikil skammsýni ræður ríkjum í kollum VG manna. Hann (Ögmundur) lætur hafa það eftir sér í Víkurfréttum "að skoða aðra kosti í atvinnumálum en álver í Helguvík og ECA flugverkefnið" Einnig segir hann " flugmálayfirvöld skoða ECA verkefnið og segir að flugmálastjórn hafi miklar efasemdir um verkefnið og það kunni að skaða atvinnuhagsmuni." Þetta er undarlegt, að 200 störf skaði atvinnuhagsmuni, er maðurinn ekki heill á geði? Hvernig getur atvinna skaðað atvinnu þegar 17% atvinnuleysi blasir við? Vissulega eru þröskuldar á þessu ECA verkefni eins og tryggingamál en þau eru hægt að leysa ef vilji er fyrir hendi.

Ögmundur vill nýta kraftinn í Suðurnesjamönnum til annarra verkefna en álver, ECA, virkjanaframkvæmdir, línulagningu og uppbyggingu sjúkrahúss á Vallarheiði svo ekki sé talað um Varnarmálastofnun sem hann og  hans félagar eru búnir að leggja niður. Það mætti segja mér að krafturinn í Suðurnesjamönnum sé farinn að minnka við eilífar nauðungarsölur og niðurrif stjórnvalda á atvinnu á svæðinu. Það virðist ekkert nógu gott í hans augum til að vert sé að koma einhverju af því á koppinn, bara vegna prinsippa.


mbl.is Niðurfærsla rædd í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta minnir nú bara

á veturinn 2008-09, þegar Geir og CO þurftu lífvörð vegna hræðslu við eitthvað. Sagan endurtekur sig, skyldi Jóhanna verða annar Forsætisráðherrann sem fær yfir sig Landsdóm? Ekki vegna þess að hún olli hruninu mikla heldur vegna þess að hún og Steingrímur viðhéldu kreppunni lengur en efni stóðu til og björguðu þeim sem mest máttu sín í þjóðfélaginu, en létu hina éta það sem úti fraus.

Það er gaman að rifja upp lánveitinguna til Saga Capital og hvernig hún kom til, en Steingrímur var ekki lengi búinn að vera fjármálaráðherra þegar hann lánaði 20 millj. á 3% vöxtum svo mætti bjarga fyrirtækinu sem hann og hans menn höfðu fjárfest í í góðærinu. Stuttu seinna var veglegur arður greiddur út. 

Hvað hefði verið hægt að bjarga mörgum heimilum fyrir 20millj. á 3% vöxtum óverðtryggt?

Hvað á þetta lið sér til málsbóta?

 


mbl.is Lífvörður fylgir forsætisráðherra eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VVVVÁÁÁÁ loksins kom að því.

Það var mikið að fólk vaknaði til lífsins og lét heyra almennilega í sér.

Þúsundir manna og kvenna stóðu fyrir miklum mótmælum á Austurvelli í gærkveldi og það fór ekki á milli mála að hér var á ferðinni reitt fólk tilbúið að láta til sín taka ef með þarf.

Alþingi Íslendinga og meðlimir þess er algerlega búið að stimpla sig út og virðist ekki vera í neinum tengslum við það sem er að gerast í landinu. Þeir geta rifist um það hvort eigi að ákæra fyrrum ráðherra eða ekki á meðan heimilin í landinu brenna. Þetta mætti kalla að hafa hausinn upp í ra......

Þegar ríkisstjórn íslendinga hefur gefið grænt ljós á að bjarga efnuðum einstaklingum og fyrirtækjum en láta restina fara á hausinn með ófyrirséðum hörmungum fyrir það fólk, þá brestur eitthvað fyrir rest. Þeir háu herrar ættu að fara að gera sér grein fyrir því að svona vinnubrögð ganga ekki til lengdar.

Ef fer sem horfir, og ekkert verður gert til leiðréttingar skuldavanda heimilanna, og þá meina ég ráð sem duga, þá óttast ég að raunveruleg bylting verði gerð og þessu fólki sem skipa æðstu embætti  þjóðarinnar verði gert að yfirgefa alþingi og ráðuneyti nauðug viljug.

Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast fljótt. Þjóðinni blæðir bókstaflega og ástandið má kalla þjóðflutninga eða jafnvel þjóðarmorð þar sem uppgefnir einstaklingar taka fremur sitt eigið líf heldur en að berjast vonlausri baráttu við kerfiskarlana sem engu eira og ráðast að fólki með öllu því offorsi sem það hefur yfir að ráða. Vil ég í því samhengi benda á grein sem Pressupenninn Sölvi Tryggvason birti í síðustu viku og frásögn konu sem barist hafði við kerfið áratugum saman. Frásögnin er hér.

Hvað ætli sé mikið um svona mál? Ekkert hefur heyrst um það í fjölmiðlum eðlilega, því það þarf að þagga niður óþægilegar tölur, tölur sem gætu kveikt ófriðarbál. Ég lýsi hér með allri ábyrgð á hendur þessari lánlausu ríkisstjórn sem með sínum prinsippum og öfgum neitar fólki um atvinnu þegar allt er tilbúið til að koma framkvæmdum af stað, en má ekki vegna einhverra prinsippa sem þetta fólk hefur sett sér. Ekki má bjarga heimilum og fyrirtækjum vegna samninga við AGS, sem vitanlega vilja ekki tapa aurunum sínum sem þeir hafa lánað okkur svo rausnarlega og liggja óhreyfðir á banka í Bandaríkjunum.

Ég vil að lokum senda því fólki sem stendur í því að reyna að standa í skilum og sjá sér og sínum farboða, sem er erfitt nú um stundir, baráttukveðjur og óska því velgengis í baráttu sinni við kerfið sem þessi kommúnistastjórn hefur komið upp. Vonandi hafið þið sigur að lokum bæði við bankana sem eiga stórfyrirtæki eins og Haga ( sem lækka ekki verð til neytenda þrátt fyrir hækkun krónunnar) og eins þau öfl sem virðast hafa það að markmiði að eyðileggja sem flest heimili í landinu. 

 

 


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband