Trukkabílstjórar

eru að fara úr límingunum yfir háu eldsneytisverði þessa dagana. Þeir stoppa umferð vítt og breytt um borgina og víðar og skapa usla meðal hins venjulega borgara sem reynir að koma ekki of seint til vinnu svo ekki verði dregið af launum þeirra. Þetta útspil trukkaranna er sjálfsagt tilraun þeirra til að knýja stjórnvöld til þess að leyfa þeim að nota litaða olíu á trukkana sem eyða 60-70 lítrum á hundraðið.

Þessi ökutæki slíta vegunum hvað mest og verða þeir sem slíta vegunum mest að borga mest. Það er umhugsunarefni að olía sem kostar c.a 157 kr. líterinn hingað kominn eftir að leit hefur farið fram eftir olíu víðsvegar um heiminn, boraðar hafa verið tíu borholur og ein gefið það magn sem ásættanlegt getur fundist síðan er dælt í risaskip og hráolíunni siglt til næstu olíuhreinsistöðvar, hún hreinsuð og dælt aftur í skip sem síðan siglir þvert um heiminn og skilar bensínininu eða dísilolíunni í risastóra tanka til afgreiðslu fyrir notandann. Þá kemur að innlendu olíufélugunum að dreifa bensíni og olíu til viðskiptavinarins sem kaupir olíuuna og bensínið á helmingi lægra verði pr. líter en bjórinn sem er 98% vatn sem fæst ókeypis úr krananum.

Ég segi hins vegar "Lækkið skatt á bjór og brennivín frekar en bensíni" og látið þá sem eyða mest af olíu borga fyrir það, einhver verður að standa fyrir vegaframkvæmdun og rekstri ríkissjóðs ef ekki með bensínsköttum þá einhverjum öðrum sköttum sem mér hugnast verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband