Hvernig er

með þennan Jón Gunnarsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, er hann á móti veru okkar í NATO eða bara svekktur yfir því að hann fékk ekki loftrýmisgæsluhlutverkið í Skógarhlíðina eins og hann ætlaði. Það er bara tvennt sem hægt er að gera í stöðunni. Annarsvegar sinna gestahlutverkinu og fá aðrar þjóðir til þess að halda uppi loftvörnum yfir Íslandi eða hinsvegar að segja sig úr NATO.

Að segja sig úr NATO yrði stórmál og vekti stórkostlega neikvæða athygli um allan heim. Við erum í fyrsta skipti orðin sjálfstæð þjóð sem tekur sjálfstæða ákvörðun um varnir sínar og borgar fyrir þær. Við erum ekki lengur bara þiggjendur og upp á aðra komnir heldur farnir að leggja til peninga fyrir okkur sjálf, til varnar eigin lands.

Hvað varðar hörmungarnar í Kína, þá er samúð mín hjá Kínversku þjóðinni og mér finnst sjálfsagt að bjóða fram þá aðstoð sem við getum boðið fram. Það er þá hlutverk Kínverjanna að hafna eða þiggja slíkri aðstoð.


mbl.is Ísland velji ekki hernaðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

pssst. Jón Magnússon er þingmaður Frjálslyndra, en Jón Gunnarsson er sjálfstæðismaður og fyrrverandi formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Er svolítið að verja vegsemd björgunarsveitana.

Júlíus Sigurþórsson, 16.5.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Sorry, mín mistök, breyti þessu strax.

Helgi Jónsson, 16.5.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband