Framsóknarmenn í framsókn sækja fram.

Það lítur helst út fyrir að framsóknarmenn hafi loksins dottið niður á rétta formanninn. Alla vega kemur hann vel fram og er nokkuð rökfastur og rólegur og sækir sér sérfræðiaðstoð topp manna í efnahagsmálum.

Það þyrfti samt að sneiða ofan af rjómanum af þingmönnum flokksins og fá til liðs menn af sama kaliberi og Sigmund. Mér líst sem sagt ágætlega á byrjunina á endurreisn Framsóknaflokksins og vona að flokknum takist að rétta úr kútnum með nýjum mönnum.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, flokkinn sem ég styð, þá þyrfti raunverulega að fara fram gagnger endurnýjun á forystu hans. Ég sé fyrir mér að þeir sem oftast er talað um að verði arftaki Geirs, geti orðið flokknum til  trafala vegna tengsla þeirra við bankahrunið. Ég sé fyrir mér einungis tvo aðila sem gætu leitt flokkinn í gegnum þann öldudal sem hann er í og þeir eru annars vegar Illugi Gunnarsson og hins vegar Hanna Birna sem gætu með samstilltu átaki komið flokknum til valda aftur.

Ég geri mér engar vonir um að Sjálfstæðisflokkurinn verði með í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður á vordögum og finnst raunar að þeir ættu að taka sér verðskuldað frí frá störfum næstu fjögur árin og safna kröftum til að breyta ásýnd flokksins.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband