Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Gróðurhúsaáfrif

Það getur verið gaman að velta fyrir sér tölfræði í sambandi við gróðurhúsaáhrifin. Einhvers staðar las ég um daginn að kú framleiðir jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og þrír smábílar eða einn bensínfrekur jeppi. Kannski ekki sömu tegundirnar en beljan framleiðir metan og bílarnir koltvísiring og sót, en bæði jafn slæm sem gróðurhúsalofttegund.

Sjávarútvegsráðherra gaf óvænt út leyfi til veiða á nokkrum stórhvölum í fyrra og spyrja má sig í þessu samhengi hvort það er ekki umhverfisvænt og til bjargar lofthjúp jarðar ef veiðar á hvölum yrðu gefnar frjálsar og óheftar. Ég man að ég sá mynd af langreyði, ef minnið hrekkir mig ekki, sem hafði leyst vind neðansjávar og var þetta í fyrsta skiptið sem þvílíkt hafði náðst á mynd. Strókurinn sem kom aftan úr stórhvelinu var þvílíkur að mengunin frá járnblendinu var hjóm eitt í samanburði. Það má þess vegna spyrja sig hvort viðgangur stórhvela við Íslandsstrendur sé ekki í senn mengandi fyrir lofthjúpinn og atvinnuhamlandi til lands og sveita.

Það kom hins vegar fram í fréttinni um kýrnar að það mætti minnka banvænar og mengandi lofttegundir sem koma út um púströrið á þeim, með því að gefa þeim hvítlauk með fóðrinu og væri það kannski atvinnuskapandi fyrir bændur að dreifa hvítlauk um tún og móa. Þetta gæti verið innlegg í umræður um Kyoto bókunina og mengunarkvóta sem þarf til að reisa megi atvinnuskapandi verksmiðjur um allar jarðir.

 


Kvótaskerðing og atvinnumál

Það kom sem reiðarslag fyrir stuttu þegar Sjávarútvegsráðherra tilkynnti um verulega skerðingu á þorskkvóta fyrir árið 2007-2008. Hrun í fiskvinnslu blasir við og ekkert virðist til ráða til að stemma stigu við sívaxandi fólksflótta frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins.

Þar sem ég ber ennþá taugar til vestfjarða og fólksins þar, þá langar mig að koma fram með tillögu um nokkra hluti sem í fljótu bragði virðast róttækar en gætu þó orðið til góðs ef ráðamenn þjóðar vorrar taka við sér. Á Glámuhálendinu er gnægð lítilla vatna sem Orkubú Vestfjarða gerði á sínum tíma áætlanir um að virkja með svokallaðri þakrennu aðferð. Þetta er umhverfsvæn aðferð og hefur ekki í för með sér mikla spillingu umhverfis eins og t.d Kárahnjúkavirkjun og virkjanirnar í Þjórsá. Þessi virkjun á Glámu gæti gefið 75-85 MW sem gæti dugað vestfirðingum fyrir öllu því rafmagni sem notað er á Vestfjörðum öllum, um ókomna framtíð. Með þessu yrði líka til stöðugleiki í afhendingu rafrmagns til notenda, og gæti þar með orðið til þess að hægt væri að bjóða erlendum aðilum ódýra og vistvæna orku til sölu, t.d með hýsingu netþjónabúgarða og vistun gagnageymsla. Enginn staður á Íslandi væri betur til þess fallinn þar sem loftslag er frekar kallt og auðvelt að kæla slíka starfsemi niður með minni tilkostnaði. Með þess konar atvinnustarfsemi gæti skapast 50- 70 varanleg störf fyrir tæknimenntað fólk sem og aðra ásamt afleiddum störfum sem gætu orðið 10-20 til viðbótar. Þess konar starfsemi fylgir engin mengun og náttúran fengi að njóta sín án sjónmengunar sem t.d olíuhreinsunarstöð óneitanlega myndi valda svo ekki sé talað um loftmengun sem af slíkri stöð yrði.

Með tilkomu slíkrar virkjunar yrði strax við ákvarðanatökuna sjálfa til þensla sem yrði til .ess að húseignir hækkuðu, fólk sem væri í startholunum að flytja myndi staldra við og ef til vill bíða þar til framkvæmdum lyki og atvinnuástand myndi batna í öðrum greinum þar sem bjartsýni myndi aukast og framkvæmdir fara af stað. Auk alls þessa myndi skapast ráðrúm fyrir aðra staði landsins til framkvæmda þar sem raforka væri þá til á landsnetinu sem ekki væri notuð á vestfjörðum.

Þetta eru svo sem bara hugleiðingar, en orð eru til alls fyrst og ég vona að eitthvað gerist í atvinnumálum vestfirðinga fljótlega.


Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband