Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekki veit ég

hvort sakast á við sauðina í Vegagerðinni eða mannsauðina sem aka um vegi landsins. Þeir sem aka framhjá Vogaafleggjaranum ættu að gera sér ljóst að um vegaframkvæmdir er að ræða og líta eftir merkingum og fara varlega. Það eru ekki svo litlar og augljósar merkingar um framkvæmdir að það ætti að fara framhjá nokkrum manni.

Hins vegar er merkilegt að Vegagerðin skuli ekki halda framkvæmdum áfram strax og ljóst var að verktakinn var í greiðsluerfiðleikum og taka fram fyrir hendurnar á þeim áður en illa fór og reyna að koma í veg fyrir svo langt stopp á framkvæmdum og raunin er.

Það hefði líka verið hægt að koma fyrir leiðarljósum í götunni sem leiddi þá sem vilja fara óvarlega, hvert þeir eigi að fara svo þeir fari sér ekki að voða. Oft hef ég orðið vitni að þvi að menn beygja strax inn á vinstri akrein eftir að þeir eru komnir framhjá beygjukeylunum og virðast vera búnir að gleyma að um vegaframkvæmdir séu að ræða og horfa ekki á skiltin sem Vegagerðin hefur þó komið upp, mönnum til upplýsingar. Það er aldrei of varlega farið þegar menn eru óöruggir, og menn ættu að muna að vinstri akreinin er ætluð til framúraksturs hvort sem um eina eða tvær akreinar eru að ræða og ættu aldrei að keyra á vinstri akrein bara af því að hún er þarna.


mbl.is Akstursstefnur aðgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trukkabílstjórar

eru að fara úr límingunum yfir háu eldsneytisverði þessa dagana. Þeir stoppa umferð vítt og breytt um borgina og víðar og skapa usla meðal hins venjulega borgara sem reynir að koma ekki of seint til vinnu svo ekki verði dregið af launum þeirra. Þetta útspil trukkaranna er sjálfsagt tilraun þeirra til að knýja stjórnvöld til þess að leyfa þeim að nota litaða olíu á trukkana sem eyða 60-70 lítrum á hundraðið.

Þessi ökutæki slíta vegunum hvað mest og verða þeir sem slíta vegunum mest að borga mest. Það er umhugsunarefni að olía sem kostar c.a 157 kr. líterinn hingað kominn eftir að leit hefur farið fram eftir olíu víðsvegar um heiminn, boraðar hafa verið tíu borholur og ein gefið það magn sem ásættanlegt getur fundist síðan er dælt í risaskip og hráolíunni siglt til næstu olíuhreinsistöðvar, hún hreinsuð og dælt aftur í skip sem síðan siglir þvert um heiminn og skilar bensínininu eða dísilolíunni í risastóra tanka til afgreiðslu fyrir notandann. Þá kemur að innlendu olíufélugunum að dreifa bensíni og olíu til viðskiptavinarins sem kaupir olíuuna og bensínið á helmingi lægra verði pr. líter en bjórinn sem er 98% vatn sem fæst ókeypis úr krananum.

Ég segi hins vegar "Lækkið skatt á bjór og brennivín frekar en bensíni" og látið þá sem eyða mest af olíu borga fyrir það, einhver verður að standa fyrir vegaframkvæmdun og rekstri ríkissjóðs ef ekki með bensínsköttum þá einhverjum öðrum sköttum sem mér hugnast verr.


Loksins

kemur eitthvað af viti frá Landbúnaðarráðuneytinu, eða ráðherra þess. Það er komin tími til að gefa landsmönnum tækifæri á ódýrari matvælum en hingað til. Það er skrýtið til þess að hugsa að svo virðist sem ekkert megi hrófla við landbúnaðinum en sjávarútvegin megi endalaust skerða án þess að nokkur segi neitt.

Bændur hafa alltaf haft öfluga "lobbíista" til að koma sínum málum á framfæri og Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið vörð um bændur og þeirra mál, enda hagnast vel fyrir. Loksins er kominn maður í Landbúnaðarráðuneytið sem þorir og vill gera eitthvað fyrir þá sem borga brúsann, þ.e launafólk þessa lands. Ég segi bara, áfram Einar og haltu áfram á þessari braut og lækkaðu tolla af innfluttum matvælum.


mbl.is Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trukkarnir

sem loka öllum umferðaræðum um þessar mundir, og eigendur þeirra, eru alls ekki að beina spjótum sínum að réttum aðilum. Hvað hefur hinn almenni borgari unnið til að verða fyrir barðinu á margra kílómetra löngum biðröðum og tilheyrandi tímasóun?

Ég held að eigendur trukkana fái almenning frekar upp á móti sér en hitt ef þessum töfum þeirra á umferðinni fer ekki að linna. Hvernig væri að tefja fyrir þeim sem græða á háu olíuverði, þ.e ráðamönnum þjóðarinnar fyrir hönd ríkissjóðs, og forstjórum olíufélagana.


mbl.is Sennilega lítil seinkun á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband