SMÁÍS og Torrent.is

Jæja, þá er komið að því, það er loksins búið að loka Torrent.is og höfða einkamál gegn eiganda síðunnar. Núna verður fróðlegt að sjá hvort sala íslenskrar tónlistar eykst í kjölfarið og eigendur höfundarétta hafi rétt fyrir sér.

Það er nefnilega tvíbennt að fara í svona aðgerðir, sala á tónlistarefni gæti  nefnilega minnkað í kjölfarið og þessar aðgerðir komið í bakið á SMÁÍS og öðrum rétthöfum þar sem fólk gerir kröfu um að fá að heyra hvað þeir eru að fara að kaupa áður en reitt er fram okurverð fyrir tónlist.

Auglýsingagildi efnis sem er niðurhalað er ótvírætt, auk þess að greiðslur sem rétthafar fá í gegnum sölu á tómum geisladiskum, hörðum diskum, skrifurum og minnislyklum gera meira en vega upp tapið sem rétthafar telja sig verða fyrir. Ef dómsmálið sem höfðað hefur verið verður á þann veg að rétthafar vinna það, þá tel ég rétt að afnema öll gjöld sem þeir fá í formi skatta á sölu diska og annara miðla sem þeir fá í dag, um leið og dómur fellur. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa okkar sem hafa reitt fram þennan skatt til fjölda ára.

Ég persónulega hef aldrei haft mikið álit á tónlist Páls Óskars sem nefndur er í fréttinni, en nú er ég alveg sannfærður um að ég muni aldrei kaupa neitt sem frá honum kemur, en það er mitt mál. Ég geri mér grein fyrir að fleiri en rétthafar tónlistar eiga efni sem á þessari síðu eru, en væri ekki betra að verðleggja hlutina af meiri sanngirni og koma þannig í veg fyrir síður sem þessar, bæði fyrir tónlist, þætti, myndir og hugbúnað, er það ekki kveikjan að þessu öllu?

Að lokum vona ég að rétthafar fái það sem þeir verðskulda og að réttlætið verði til handa öllum, ekki bara þeim sem höfðað hafa þetta dómsmál. 


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Hvers vegna í andsk.... fáum við á þessu útskeri ekki að kaupa tónlist á itunes?

Jóhannes Einarsson, 19.11.2007 kl. 19:09

2 identicon

Sko, það er verið að verja skífuna, skífuna, skífuna, skífuna, skífuna, 12 tóna og Senu ekkert annað með því að banna iTunes store sem er bara fáránlegt eins og SMÁÍS ætlaði að banna SKY á Íslandi.
Þetta eru bara aumingjar sem vilja bara vera enn í moldarkofanum sínum og baða sig í hverum!

Gudmundur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Þetta er alveg rétt. Ef ITunes store væri leyfð hér á klakanum, þá væri hægt að kaupa tónlist  á sanngjörnu verði eða á c.a 1 dollar á lag.  Þannig myndi 15 laga diskur kosta rétt um 900 krónur en héwr heima kotar sami diskur um 2500 kall. Hver er að ræna hvern? Rétthafar væla um að verið sé að stela af þeim með Torrent síðum, en hvað eru þeir að gera við okkur?

Ég tek mikið af myndum og hef verið að skanna inn gamlar myndir og myndskeið sem teknar voru með filmu og á analog tape fyrir allmörgum árum síðan. Ég hef þurft að kaupa helling af geisladiskum til að geta geymt myndirnar, ásamt því að hafa 2 tölvur með diskaspeglun og tapebackup til að vera alveg öruggur um að myndirnar týnist ekki. Ég hef þannig brennt um 650 geisladiska og er með 6 harða diska ásamt tape backup. Þetta er að skila rétthöfum allmörgum þúsundköllum í þann sjóð sem á að vera til að bæta rétthöfum þann skaða sem þeir telja sig verða fyrir með síðum eins og Torrent.is. 

Það er ekki nema sanngirniskrafa okkar að þessi skattur sé afnuminn um leið og síðum af því tagi sem Torrent.is er er lokað. 

Helgi Jónsson, 20.11.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála um að skatturinn á tómum diskum er ósanngjarn. Ég trúi því heldur ekki að torrent síður skaði listamenn, því eins og komið hefur fram, prufukeyrir fólk oft tónlist og kaupir ef því líkar.

Svo skilst mér að Páll Óskar sé sá eini sem tók rétt á þessu. Hann bað Torrent.is um að fjarlægja sína tónlist og það var gert. Hann hafði, eftir því sem mér skilst, ekkert með lokun síðunnar að gera.

Villi Asgeirsson, 21.11.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband