Færsluflokkur: Bloggar
Það var mikið að fólk vaknaði til lífsins og lét heyra almennilega í sér.
Þúsundir manna og kvenna stóðu fyrir miklum mótmælum á Austurvelli í gærkveldi og það fór ekki á milli mála að hér var á ferðinni reitt fólk tilbúið að láta til sín taka ef með þarf.
Alþingi Íslendinga og meðlimir þess er algerlega búið að stimpla sig út og virðist ekki vera í neinum tengslum við það sem er að gerast í landinu. Þeir geta rifist um það hvort eigi að ákæra fyrrum ráðherra eða ekki á meðan heimilin í landinu brenna. Þetta mætti kalla að hafa hausinn upp í ra......
Þegar ríkisstjórn íslendinga hefur gefið grænt ljós á að bjarga efnuðum einstaklingum og fyrirtækjum en láta restina fara á hausinn með ófyrirséðum hörmungum fyrir það fólk, þá brestur eitthvað fyrir rest. Þeir háu herrar ættu að fara að gera sér grein fyrir því að svona vinnubrögð ganga ekki til lengdar.
Ef fer sem horfir, og ekkert verður gert til leiðréttingar skuldavanda heimilanna, og þá meina ég ráð sem duga, þá óttast ég að raunveruleg bylting verði gerð og þessu fólki sem skipa æðstu embætti þjóðarinnar verði gert að yfirgefa alþingi og ráðuneyti nauðug viljug.
Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast fljótt. Þjóðinni blæðir bókstaflega og ástandið má kalla þjóðflutninga eða jafnvel þjóðarmorð þar sem uppgefnir einstaklingar taka fremur sitt eigið líf heldur en að berjast vonlausri baráttu við kerfiskarlana sem engu eira og ráðast að fólki með öllu því offorsi sem það hefur yfir að ráða. Vil ég í því samhengi benda á grein sem Pressupenninn Sölvi Tryggvason birti í síðustu viku og frásögn konu sem barist hafði við kerfið áratugum saman. Frásögnin er hér.
Hvað ætli sé mikið um svona mál? Ekkert hefur heyrst um það í fjölmiðlum eðlilega, því það þarf að þagga niður óþægilegar tölur, tölur sem gætu kveikt ófriðarbál. Ég lýsi hér með allri ábyrgð á hendur þessari lánlausu ríkisstjórn sem með sínum prinsippum og öfgum neitar fólki um atvinnu þegar allt er tilbúið til að koma framkvæmdum af stað, en má ekki vegna einhverra prinsippa sem þetta fólk hefur sett sér. Ekki má bjarga heimilum og fyrirtækjum vegna samninga við AGS, sem vitanlega vilja ekki tapa aurunum sínum sem þeir hafa lánað okkur svo rausnarlega og liggja óhreyfðir á banka í Bandaríkjunum.
Ég vil að lokum senda því fólki sem stendur í því að reyna að standa í skilum og sjá sér og sínum farboða, sem er erfitt nú um stundir, baráttukveðjur og óska því velgengis í baráttu sinni við kerfið sem þessi kommúnistastjórn hefur komið upp. Vonandi hafið þið sigur að lokum bæði við bankana sem eiga stórfyrirtæki eins og Haga ( sem lækka ekki verð til neytenda þrátt fyrir hækkun krónunnar) og eins þau öfl sem virðast hafa það að markmiði að eyðileggja sem flest heimili í landinu.
Bloggar | 5.10.2010 | 11:54 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert endilega kórréttar, en ég tel nú samt að hann sé ekki fordómafullur heldur dómharður.
Það er skrítið að búa í landi þar sem lesbískur Forsætisráðherra fer fyrir kommúnistastjórn í sinni gallhörðustu mynd. Hlýtur að vera einsdæmi í mannkynssögunni.
Vona nú samt að Jóhanna og frú hafi getað skemmt sér í veislunni, á meðan heimilunum blæðir, en hvað með það.
Danir blása Jenis-málið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.9.2010 | 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gosið eykur tapið af keppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.5.2010 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hátíðardagskrá til heiðurs Vigdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2010 | 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2010 | 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sorglegra en tárum taki að hafa slíkan ráðherra í brúnni. Þegar þjóðin þarf á skynsömum og úrræðagóðum einstaklingi að halda í þessu erfiða ráðuneyti á niðurskurðartímum, þá fáum við þessa sendingu.
Guð hjálpi okkur öllum ef hún verður áfram í því að kvelja undirmenn sína í stað þess að halda sig við efnið og koma deilum starfsmanna á sjúkrahúsunum í þannig horf að friður megi verða.
VG hlýtur að hafa innan sinna vébanda skárri kost en Álfheiði, ég nefni til dæmis forvera hennar í starfi, en hann er kannski ekki af réttu kyni til að þóknast femínistanum sem fer með formensku í þessum auma flokki.
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.4.2010 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
í erlendum viðtölum við misharða fréttamenn um Icesave málið. Hann hefur verið sá sem þjóðin hefur verið að kalla eftir til að gegna leiðtogahlutverki. Enginn annar máttarstólpi pólitíkurinnar hefur talað máli okkar jafn hressilega og hann eftir að hann neitaði Icesave lögunum staðfestingar.
En nú er að draga til tíðinda á Samfylkingarvígstöðvunum. Karl Th. Birgisson, einn af helstu ráðgjöfum forsetans og ein helsta málpípa Samfylkingarinnar, segir nóg komið. Hann, og elítan í Samfylkingunni, sjá að forsetinn er að draga vagninn af krafti og það má alls ekki þola lengur. Það nefnilega lítur illa út fyrir Samfylkingarforystuna að einhver annar en aumir málsvarar hennar ráði för og dragi vagninn sem varla hreyfist úr sporunum þegar þau eru spennt fyrir vagninn.
Það er talað um að ekki megi nota orðið landráðamenn um þá sem stjórna landinu en fjandi er það nálægt að hrökkva út úr mínum munni núna. Þegar menn eins og Hrannar B. Arnarsson og Karl Th. eru farnir að væla undan röggsemi einhvers sem er ekki alveg sammála þeim, þá á að gefa í og hamra enn betur á málinu því þá erum við loksins að ná árangri, það er alveg ljóst af viðbrögðunum að dæma.
Það er kominn tími á að þessir menn fari að vinna fyrir land og þjóð eins og þeir eru kosnir til en ekki hugsa eingöngu um eigin hag og einstefnu í pólitík. Er þessum mönnum ekki orðið ljóst að fólk er reitt og það þarfnast leiðtoga en ekki þessara vælandi pissudúkka sem vilja læðast áfram og hneppa íslenska þjóð í skuldaklafa til næstu árhundruða, einungis til að hreppa lélegt sæti í evrópusambandsklúbbnum.
Tími til að linni. Farið frá og leyfið þeim sem þora að komast að, þjóðinni til heilla.
Bloggar | 1.2.2010 | 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
að segja að Svíar séu að handrukka fyrir Breta og Hollendinga, en það má ekki gleyma hagsmunum Svía í Eystrasaltslöndunum og fara þar saman þeirra hagsmunir og Breta og Hollendinga.
Engin furða þó að Svíar séu að róta í Dönum og Norðmönnum að koma okkur ekki til hjálpar á ögurstundu. Þeir vilja að sjálfsögðu ekki að við komumst upp með að borga ekki svo Eystrasaltslöndin fari ekki að dæmi okkar og neita einnig að borga. Þeir vilja að sama skapi sem mesta vexti á lánin því annars munu þeir standa jafn illa að vígi og við.
Gramastur er ég þó út í Dani sem telja okkur hópgeðbiluð og rugluð og svokallaðir Íslandsvinir okkar eins og Uffe Elleman Jensen hella úr skálum reiði sinnar og kallar okkur öllum illum nöfnum. Sama gera dönsk dagblöð, þeir gleyma kannski að þeir kúguðu okkur í nokkur hundruð ár og ættu því að halda kj....
Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.1.2010 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heiðarlegur leigubílstjóri skilaði milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.1.2010 | 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
ef þau eru ekki til nú þegar, og setjum þessa menn á alþjóðlegan hryðjuverkalista ásamt Bin Laden og fleiri og tökum af þeim ríkisfangið.
Þegar það er búið geta þeir ekki gert meira af sér og eiga hvergi heima og verða sennilega að flytja til Sómalíu þar sem þeir eru best geymdir.
Bjóða lítið í mikil verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2010 | 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007