Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ber brjóst kvenna

ætti að leyfa undantekningalaust alls staðar. Það er ekkert fallegra en vel skapaður barmur fagurra kvenna og algert skilyrði femínista að fá að flagga túttum eins og karlmenn gera iðulega við opniber böð.

Ég segi því: Leyfum konum að vera berbrjósta við öll tækifæri.


mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðilgjöld

bankanna er gott að losna við, en hræddur er ég um að þeir (bankarnir) smyrji bara gjöldum á eitthvað annað í staðinn. Bankarnir hafa hingað til haft frjálsar hendur um að setja á hin ýmsu gjöld og verða örugglega færir um að búa til gjöld í stað seðilgjalda.

Hins vegar er gott mál að Björgvin geri eitthvað í málunum, hingað til hefur ekkert gerst í þessum málum af hálfu stjórnvalda og tími til kominn að taka í lurginn á lánastofnunum.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiskerfið

á Íslandi er að verða handónýtt. Þegar Heilbrigðisráðherra boðar útrás í kerfinu þá þarf að bíða í allt að þrjár vikur til að fá tíma hjá Heilsugæslulækni en upp í þrjá mánuði hjá sérfræðingi.

Ég veit ekki hvað er að gerast. Íslendingum er ekki að fjölga svo hratt að kerfið geti ekki aðlagast. Eitthvað annað er að sem nauðsynlega þarf að laga og það hratt. Ég get ímyndað mér það að þessi "útrás" gæti þó minnkað þann tíma sem fer í að ná í sérfræðing með því að panta tíma hjá sænskum sérfræðingi og fljúga til Svíþjóðar á kostnað ríkisins. Sennilega gæti það jafnvel orðið ódýrara fyrir sjúklinginn.

 Það kostar 3300 kall að fara til sérfræðings til þess eins að fá tíma að viku liðinni í meðferð sem kostar 10500 kall í hvert skipti, en 4500 ef maður sýnir afsláttarkort. Ekkert gefins í kerfinu lengur og maður þarf að vera vel stæður til að geta leitað sér hjálpar í þessu vonlausa kerfi sem við búum við.

Um áramótin hækkaði viðmiðið sem er notað til þess að fá afsláttarkort úr rúmum 18.000 krónum upp í  21.000 á sama tíma er komugjöld barna feldar niður en komugjöld foreldra hækkuð verulega. Það er kominn tími á að leggja heilbrigðiskerfið inn einhversstaðar, skera það upp og koma því  einhvernvegin til lækninga svo það sé hægt að hafa not af því í framtíðinni. Eins og er er það ónothæft.


Skattafrádráttur

fyrir 20.000 manns uppá 20.000 kall á mánuði, kostar ríkissjóð um 4,8 milljarða á ári. Veit ekki hvar hann fær út að þetta kosti 40 milljarða á ári. Ef þetta eru 40.000 manns þá kostar þetta 9,6 milljarða á ári. Langt frá 40 milljörðum.

mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband