VVVVÁÁÁÁ loksins kom að því.

Það var mikið að fólk vaknaði til lífsins og lét heyra almennilega í sér.

Þúsundir manna og kvenna stóðu fyrir miklum mótmælum á Austurvelli í gærkveldi og það fór ekki á milli mála að hér var á ferðinni reitt fólk tilbúið að láta til sín taka ef með þarf.

Alþingi Íslendinga og meðlimir þess er algerlega búið að stimpla sig út og virðist ekki vera í neinum tengslum við það sem er að gerast í landinu. Þeir geta rifist um það hvort eigi að ákæra fyrrum ráðherra eða ekki á meðan heimilin í landinu brenna. Þetta mætti kalla að hafa hausinn upp í ra......

Þegar ríkisstjórn íslendinga hefur gefið grænt ljós á að bjarga efnuðum einstaklingum og fyrirtækjum en láta restina fara á hausinn með ófyrirséðum hörmungum fyrir það fólk, þá brestur eitthvað fyrir rest. Þeir háu herrar ættu að fara að gera sér grein fyrir því að svona vinnubrögð ganga ekki til lengdar.

Ef fer sem horfir, og ekkert verður gert til leiðréttingar skuldavanda heimilanna, og þá meina ég ráð sem duga, þá óttast ég að raunveruleg bylting verði gerð og þessu fólki sem skipa æðstu embætti  þjóðarinnar verði gert að yfirgefa alþingi og ráðuneyti nauðug viljug.

Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast fljótt. Þjóðinni blæðir bókstaflega og ástandið má kalla þjóðflutninga eða jafnvel þjóðarmorð þar sem uppgefnir einstaklingar taka fremur sitt eigið líf heldur en að berjast vonlausri baráttu við kerfiskarlana sem engu eira og ráðast að fólki með öllu því offorsi sem það hefur yfir að ráða. Vil ég í því samhengi benda á grein sem Pressupenninn Sölvi Tryggvason birti í síðustu viku og frásögn konu sem barist hafði við kerfið áratugum saman. Frásögnin er hér.

Hvað ætli sé mikið um svona mál? Ekkert hefur heyrst um það í fjölmiðlum eðlilega, því það þarf að þagga niður óþægilegar tölur, tölur sem gætu kveikt ófriðarbál. Ég lýsi hér með allri ábyrgð á hendur þessari lánlausu ríkisstjórn sem með sínum prinsippum og öfgum neitar fólki um atvinnu þegar allt er tilbúið til að koma framkvæmdum af stað, en má ekki vegna einhverra prinsippa sem þetta fólk hefur sett sér. Ekki má bjarga heimilum og fyrirtækjum vegna samninga við AGS, sem vitanlega vilja ekki tapa aurunum sínum sem þeir hafa lánað okkur svo rausnarlega og liggja óhreyfðir á banka í Bandaríkjunum.

Ég vil að lokum senda því fólki sem stendur í því að reyna að standa í skilum og sjá sér og sínum farboða, sem er erfitt nú um stundir, baráttukveðjur og óska því velgengis í baráttu sinni við kerfið sem þessi kommúnistastjórn hefur komið upp. Vonandi hafið þið sigur að lokum bæði við bankana sem eiga stórfyrirtæki eins og Haga ( sem lækka ekki verð til neytenda þrátt fyrir hækkun krónunnar) og eins þau öfl sem virðast hafa það að markmiði að eyðileggja sem flest heimili í landinu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband