Það hefði verið nær að draga landið upp úr atvinnuleysi og óáran áður en farið var að rugga bátnum með stórfelldum breytingum á kvótakerfinu.
Það sýnir sig að breytingar á því taki tíma og allir verða að vera sáttir við niðurstöðuna, ekki bara þjóðin heldur líka útgerðamenn því þeir sækja fyrir okkur fiskinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla, um hvað ætti hún að vera, um hvað ætti að kjósa? hvort kvótinn sé í eigu þjóðarinnar eða ekki? Kvótinn er í eigu þjóðarinnar nú þegar og það þarf ekki Ólínu Þorvarðardóttur til að segja okkur það. Samfylkingin er búin að klúðra þessu máli algjörlega og það besta í stöðunni væri að lýsa því yfir að breytingar á kvótakerfinu yrði frestað þar til þjóðin hefur verið dregið upp úr þeirri aðstöðu sem hún er í núna og skikk hefur verið komið á atvinnuleysi í landinu.
Það síðasta sem við þurfum núna er að fleiri atvinnuleysingjar verði til með óvandaðri vinnu við breytingarnar eins og Samfylkingarinnar er von og vísa, heldur sameinast um að vinna við gerð kjarasamninga og halda sem flestum í vinnu.
Að lokum vil ég segja þetta; Það er EKKI tímabært að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið, farið og gerið eitthvað gagnlegt fyrir land og þjóð í stað þess að setja hana (þjóðina) í enn eitt karpið um ekki neitt.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
semsagt það er ekkert að því að stór hópur launafólks landsins fær ekki að ljúka sínum kjarasamningum vegna þess að fámenn klíka braskara vilja halda áfram að veðsetja/selja sameign þjóðarinnar (einsog þú bendir á) og umhvað ætti að kjósa spyrð þú - ég hélt að sú spurning hafi legið fyrir um langa tíð og einfaldara gæti hún ekki verið...á alþingin að innkalla aflaheimildir almennings og endurúthluta þeim í kjölfarið gegn gjaldi. nei eða já........einfaldara gerist það varla.
arni (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:02
Helgi það hefur ekki verið sátt um Kvótakerfið í 27 ár og þjóðin hefur ekki náð fram vilja sínum að afnema það. Hér þarf þjóðaratkvæðagreiðslu um annað hvort kvótakerfi eða sóknarmark. Það tekur engan tíma að skipta yfir á sóknarmark og þarf ekki að raska ró þinni. Það eru fordæmi fyrir því að ekkert samráð var haft hvorki við einn né neinn þegar þetta kvótakerfi var sett á og þarf ekki samráð við ofbeldismenn til að afnema það.
Þjóðin á rétt á að ólögum verði eytt
Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.