Bændur eru að hækka viðmiðunarverð á lambakjöti og ætlast til að íbúar þessa lands taki því með þögninni eins og venjulega. Forsvarsmenn bænda segja þó að verðlag ætti ekki endilega að hækka til neytenda en þar sem verð á kjöti til útflutnings hefur hækkað þá vilji þeir fá stærri bita af kökunni.
Hvað kemur okkur neytendum við karp milli bænda og afurðasala? Ef bændur fá ekki sitt skal þá hækka verð til neytenda um 25%? Ég veit ekki betur en bændur fái u.þ.b 6000 krónur fyrir hvert ærgildi frá ríkinu, þ.e okkur neytendum og skattgreiðendum.
Ég legg til að til að spara hjá Steingrími, verði afnumdar bætur fyrir þau ærgildi sem fara úr landi. Ég og aðrir Íslendingar ættu ekki að þurfa að borga niður kjöt sem fer til annarra landa til neytenda þar og ef verðið hefur hækkað um 25% a.m.k, þá er engin ástæða til að borga bændum bætur fyrir þannig kjöt.
Þegar ég var ungur og hart í búi hjá foreldrum mínum, þá brást það ekki að lambakjöt var á boðstólum um helgar. Núna svitnar maður við að sjá að lambalæri kostar um 6000 krónur eða sem nemur niðurgreiðslu á einu ærgildi. Hvað verður um restina?
Ég tek undir það að sniðganga lambakjöt og reyna að fá innflutt kjöt frá Evrópu frá bændum sem selja kjötið á boðlegu verði, en ekki okrurum sem reyna allt til að græða á neytendum þessa lands.
Hingað og ekki lengra.
Flokkur: Bloggar | 17.7.2011 | 05:34 (breytt kl. 05:35) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.