Fyrsti bloggdagurinn

Jæja, þá er maður kominn með bloggsíðu og getur maður þá loksins látið gamminn geysa á öldum internetsins.

Það var fróðlegt að horfa á Stöð2 í gær. Formenn allra flokka sátu fyrir svörum með misgóðum árangri. Það bar svo sem ekkert nýtt við, Ómar talaði um náttúruvernd, Steingrímur um femínistann í sér, Addi Kitti Gau um kvótakerfið og innflytjendur, Ingibjörg um ekki neitt og Jón Sig sagði fullt af einhverju merkilegu sem enginn skyldi. Geir kom best út úr þessu að mínu mati og Sjallarnir eiga mitt atkvæði eftir þennan þátt.

Skyldi ekki vera farsælast fyrir formenn þessa litlu flokka eins og Framsókn að taka vinkilbeygju og reyna eitthvað nýtt til að höfða til kjósenda. Það er svo fyrirséð að þessi einsmálefnis flokkar ætla ekki að gera neitt á þingi nema til að tefja einhver þingmál svo þeir geti vakið á sér athygli. Þeir eru of litlir til að koma að gagni, að mínu mati, og þess vegna ekki eyðandi atkvæðum í þá.

Vona samt að allir hafi góðan dag í dag.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband