Fór til Minneapolis með svila mínum og mágkonu. Frábær ferð þó stutt hafi verið og örlítið erfið. Svili minn er flugstjóri og fékk ég því að sitja frammí vélinni í flugtaki og lendingu beggja vegna hafsins, frábær upplifun að sjá hvernig þetta er gert og útsýnið öðruvísi.
Það var að sjálfsögðu farið í Mall of America og verslað bunch. Einnig fórum við í verslun sem heitir Sam´s þar sem vörugeymslufílingur er stíllinn, en er mjög ódýr. Þar fæst matvara ýmiskonar bæði fersk og frosin. Ég keypti frosna og kælda matvöru, sem ég kom með heim, í þessari búð og vægast sagt er munur á verði þar og heima. Til dæmis kostar kalkúnabringa, 5kg úrbeinaður klumpur um 11.000kr hér í Samkaup í Keflavík en 20 dollara í Sam´s. Þar sem dollarinn er aðeins á 62kr nú um þessar mundir er hægt að reikna það út að hann kosti um 1250 kr. nærri 1/9 af því sem hann kostar hér.
Þetta litla dæmi segir okkur að matarverð hér er til skammar og verður að gera eitthvað í því og það fljótt. Það má nefna það fyrir þá sem ekki vita að koma má með 3 kg af "Fully Cooked" matvöru á einstakling inn í landið og borga af restinni. Ég borgaði um 1000 kall fyrir aukaþyngdina sem var um 10kg eða samtals 16 kg þar sem frúin var með í för.
Vonandi gerist eitthvað meira í matvöruverðsmálinu hjá nýrri ríkisstjórn og vona ég að hún geri okkur kleyft að flytja inn verksmiðjuframleidda matvöru án aðflutningsgjalda í náinni framtíð, þess vegna að byrja bara í full eldaðri matvöru án gjalda og svo koll af kolli. Flottustu lambakótilettur sem ég hef séð voru til þarna, ferskar að sjálfsögðu og nautalund ca. 5kg kostaði 60 dollara.
Annars er ömurlegt að heyra fréttir af mínum fyrrum heimabæ Bolungarvík og Flateyri. Þetta fólk sem missir vinnuna af því að mönnum langar að spila golf það sem eftir er ævinnar er illur stakkur búinn. Kvótakallarnir eru að selja um þesar mundir vegna hás verðs kvóta, og sjá sér leik á borði að græða helling en setja fleiri hundruð manns á vergang vegna golfástríðu.
Kvótakerfið er svo sem ágætt en ekki gallalaust og það þyrfti að útdeila kvóta með þeim skilyrðum að hann færi ekki út úr því sveitarfélagi sem hann er kominn til nema að uppfylltum ströngum skilyrðum, svo sem að ekki fáist fólk til að vinna aflann í plássinu eða eitthvað slíkt.
Jæja, þetta lá mér á hjarta núna svona í byrjun Hvítasunnuhelgarinnar 2007. Farið varlega þarna úti og komið heil heim eftir vonandi frábæra helgi.
Flokkur: Bloggar | 26.5.2007 | 08:10 (breytt kl. 08:15) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.