Heimkoman frá USA

Eftir tæplega 6 tíma flug frá Minneapolis þar sem fram fór rækileg leit í farangri og líkama, komum við heim þar sem tók við 900 manna biðröð. Ég var nokkra stund að átta mig á því hvað olli enkomst þó fljótlega að því að það fór fram leit í öllum handfarangri og málmleit á líkama. Þegar kom að mér spurði ég hvað þetta ætti að fyrirstilla og fékk þau svör að svona gerði kaninn þetta, svo þess vegna væri þetta gert hérna líka, nokkurskonar hefnd.

Ég spurði hvort ekki væri heimskulegt að leita í handfarangri og rölt í gegnum málmleitarhlið við heimkomu, ég hefði skilið ógnina við það að gera einhvern óskunda í flugvél en er það ómögulegt að skilja hvers vegna þetta er gert þegar maður er farinn út úr flugvélinni. Aftur fékk ég mjög gáfulegt svar, "af því bara, þú verður að tala við ríkisstjórnina". Þegar við lentum í Minneapolis var nokkur hundruð manns að fara í gegnum landamæraeftirlit sem gekk smurt, síðan í gegnum tollinn sem hleypti mannfjöldanum í gegn án athugasemda. Hvergi sá ég leitarhunda og gegnumlýsingu á farangri svo ég veit ekki hvers er verið að hefna. Paranoja hefur gripið um sig á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband