Það getur verið gaman að velta fyrir sér tölfræði í sambandi við gróðurhúsaáhrifin. Einhvers staðar las ég um daginn að kú framleiðir jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og þrír smábílar eða einn bensínfrekur jeppi. Kannski ekki sömu tegundirnar en beljan framleiðir metan og bílarnir koltvísiring og sót, en bæði jafn slæm sem gróðurhúsalofttegund.
Sjávarútvegsráðherra gaf óvænt út leyfi til veiða á nokkrum stórhvölum í fyrra og spyrja má sig í þessu samhengi hvort það er ekki umhverfisvænt og til bjargar lofthjúp jarðar ef veiðar á hvölum yrðu gefnar frjálsar og óheftar. Ég man að ég sá mynd af langreyði, ef minnið hrekkir mig ekki, sem hafði leyst vind neðansjávar og var þetta í fyrsta skiptið sem þvílíkt hafði náðst á mynd. Strókurinn sem kom aftan úr stórhvelinu var þvílíkur að mengunin frá járnblendinu var hjóm eitt í samanburði. Það má þess vegna spyrja sig hvort viðgangur stórhvela við Íslandsstrendur sé ekki í senn mengandi fyrir lofthjúpinn og atvinnuhamlandi til lands og sveita.
Það kom hins vegar fram í fréttinni um kýrnar að það mætti minnka banvænar og mengandi lofttegundir sem koma út um púströrið á þeim, með því að gefa þeim hvítlauk með fóðrinu og væri það kannski atvinnuskapandi fyrir bændur að dreifa hvítlauk um tún og móa. Þetta gæti verið innlegg í umræður um Kyoto bókunina og mengunarkvóta sem þarf til að reisa megi atvinnuskapandi verksmiðjur um allar jarðir.
Flokkur: Bloggar | 19.7.2007 | 15:46 (breytt kl. 15:46) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.