Ratsjárstofnun, Finale ?

Jæja, þá kom að því. Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar verður sagt upp störfum frá og með 1 Október n.k. Einhverjir verða endurráðnir en enginn veit hversu margir eða á hvaða kjörum. Tæknimenn stofnunarinnar eru þeir einu sem geta sagt að þeir séu vanir því að vera sagt upp, því að á síðust tveimur árum hefur þeim fækkað úr 33 í 12. Það kom til vegna hagræðingar að fjöldauppsagnir voru árið 2005 og samtals hættu 21 tæknimaður með einum eða öðrum hætti.

Ef Utanríkisráðherra ætlar að halda úti rekstri stöðvanna til lengri tíma séð þá verður að hafa hraðar hendur við endurráðningu tæknimanna á góðum kjörum ef ekki á að missa þá frá stofnuninni. Það tekur u.þ.b eitt og hálft ár að þjálfa góðan tæknimann til þess að hann geti bjargað sér sjálfur í viðhaldi og rekstri ratsjárbúnaðarins og fylgihluta. Það er beðið eftir mönnnum sem hafa þessa menntun og reynslu á stöðum eins og Konungríkið Saudi Arabia þar sem nú þegar eru staðsettir þrír íslenskir tæknimenn. Stöðugt er komið á boðum um meiri mannskap en það þykir mikið átak fyrir fjölskyldufólk að taka sig upp og flytja þangað. Reyndar hefðu íslenskir femínistar gott af því að fara þangað í nokkurn tíma og sjá hvað þær hafa það raunverulega gott á íslandi og myndu því hætta þessu rausi um kvenréttindi og líta á sig sem konur og karla sem karla.

Vonandi leysist fljótt úr málefnum ratsjárstofnunar því málið þolil enga bið og rausnarlega verður að taka á málinu þannig að ekki brjótist út flótti meðal manna því dýrt gæti reynst að koma sér upp þekkingu aftur ef hún hverfur, og þykir sumum nóg um samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband