Heimshitnun

Hitnun jarðar virðist vera sívinsælt umræðuefni. Al Gore heldur því fram að hitnun jarðar sé af manna völdum og það eina sem geti komið í veg fyrir ennþá meiri hitnun sé minni brennsla á jarðefnum svo sem olíu og kolum. Jafnvel þó að öllum jarðefnum jarðar væri brennt í einu lagi, þá væri það samsvarandi nokkrum meðalstórum eldgosum sem mundi spúa eldi og brennisteini upp í himnihvolfið. Staðreyndin er sú að þessi áróður sem fram fer núna veltir milljörðum á milljörðum króna árlega og er orðin eins konar iðnaður sem engin veit hvar endar.

Fyrir 30 árum boðuðu vísindamenn að ís mundi leggja að ströndum Englands innan einhverja ára. Þeir sem sagt boðuðu kólnun jarðar með komandi hörmungum fyrir þá íbúa sem búa hvað nyrðst á jörðinni. Einn var þá vísindamaður, sænskur að þjóðerni sem rak upp hendi og boðaði það að ef jarðefna brennsla væri aukin gæti það orðið til þess að hlýnum gæti orðið. Þessi vísindamaður hlaut ekki frægð og frama vegna uppástungu sinnar en menn höfðu þetta samt á bak við eyrað. tíu árum seinna eða í tíð Margaret Thatcher voru verkföll kolanámumanna erfið fyrir bresku stjórnina og kom þá upp fyrst þau rök að brennsla kola stuðluðu að hlýnun jarðar svo best væri að reisa kjarnorkuver til að leysa kolin af hólmi og reka kolanámumennina í leiðinni. Á svipuðum tíma féll Berlínarmúrinn og kommarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð, hvað væri hægt að gera til þess að virkja þá sem stutt höfðu vonlausan málstað í gegnum tíðina. Þeir komu upp með snilldarráð, tökum þá hitnun sem orðið hefur á jörðinni og mögnum hana upp í fjölmiðlum og stofnum samtök um neikvæðar hliðar vestrænnar menningar í nafni heimshitnunar. Það verður að segja að þeim hefur tekist betur upp með þennan áróður en baráttu þeirra fyrir Sovétinu.

Þeir sem vilja kynna sé málið geta gert það á hinu ógnarstóra Interneti og þá komast þeir að því að svona hitnun hefur átt sér stað áður. Borkjarnar úr Grænlandsjökli sanna það og á tímum risaeðlana var heitara en núna og kannski ekki að furða þar sem ein risaeðla gaf frá sér meira Metan á dag en risastórir ruslahaugar nútímans. Það er staðreynd að 95% af þeim efnum sem kallast gróðurhúsategundir koma frá jörðinni sjálfri og koma manninum ekkert við. Aðeins 5% getur maðurinn haft áhrif á og sennilega er aðeins brot af því vegna brennslu kolefna. Það er líka staðreynd að með neyslu svínakjöts myndast meira af gróðurhúsalofttegundum en með neyslu annara kjötvara, þar sem svínin gefa frá sér mest allra spendýra af Metan og aukin neysla leiðir til aukinar ræktunar. Svín er hættulegri fyrir jörðina en kú og kú er hættulegri en stór bensínspúandi jeppi sem er hættulegri en smábíll og svo framvegis. Það er enginn að segja að ekki eigi að bera virðingu fyrir jörðinni okkar og ganga vel um hana, en þessi áróður sem hefur dunið á manni síðustu ár er einhæfur og hefur engar málamiðlanir. Það er talað um vetni og önnur  "hrein" efni til orkunýtingar en það verður aldrei.

Kjarnorka og jarðolía eru framtíðarefni, og bílar knúnir dísilolíu verður það sem koma skal. Dísilbílar geta brennt, með smábreytingum, nánast öllum tegundum af olíu. Sólblómaolía, lýsi, maísolía og jafnvel hampolía sem gæti orðið framtíðareldsneyti jarðarbúa. Hampur er undraefni sem hægt er að framleiða víðsvegar um jarðarkringluna ef ekki kæmi til lagasetning sem sett var á fimmta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Lögin voru samþykkt á 10 mínútum þar sem lobbýistar olíufélagana komu að með mútugreiðslum, og fengu þessi lög samþykkt vegna yfirburðastöðu hampsins til framleiðslu gerviefna sem annars þurfti olíu til að framleiða svo sem plast. Hampur gæti nýst sem eldsneyti fyrir bíla og ekkert efni er betra til pappírsgerðar vegna óvenju hás trefjainnihalds. Hins vegar er hægt að komast í vímu með því að reykja þessa jurt, en það er líka hægt að komast í vímu með því að sniffa bensín svo ekki eru það rök sem halda. En vagna þess að það er hægt að nota jurtina til lyfjagerððar og til að komast í vímu af, þá er hún bönnuð til ræktunar um allan heim, þökk sé olíuframleiðendum.

Það væri hægt að nýta fiskimjölsverksmiðjur sem standa auðar og ónotaðar um allt land til þess að búa til eldsneyti úr t.d maís nú eða hvalspiki, og reyna að fá landann til þess að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla og framleiða þar með megnið af því eldsneyti sem þarf, þar með erum við orðnir "vistvænir" á alþjóðamælikvarða. Bílaframleiðendur virðast gera sér þetta ljóst því nú keppast þeir um að framleiða bíla knúða dísliolíu. Jafnvel Subaru er að hanna vél sem verður jafnvel BMW fremri í snerpu, eyðslu og hljóðleysi. Niðurstaðan er þvi að framtíðin er olía, í hvaða formi hún er svo sem og kjarnorka til rafmagnsframleiðslu.

Gott mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband