Ásgeir Þór síðasta kveðja

Á mánudagin síðasta, kvöddum við góðan félaga og vin hinsta sinni. Ásgeir Þór Jónsson var borinn til grafar og vinir, ættingjar og kunningjar ásamt ástvinum hans fylgdu honum síðasta spölinn til grafar þar sem hann mun liggja til eilífðarnóns við hlið móður og ömmu. Það var átakanlegt að vera við útför svo ungs manns sem hafði gefist upp á lífinu og einungis séð svartnættið framundan. Ásgeir átti þrjú börn á aldrinum 0-4ra ára ásamt fósturdóttur 14 ára. Ég votta eiginkonu hans og börnum mína dýpstu samúð og einnig foreldrum og systkynum.

Útförin fór fram í Háaleitiskirkju við troðfulla kirkju og ég verð að segja að átakanlegri útför hef ég ekki lent í hingað til. Presturinn fór um það orðum að þunglyndi væri banvænn sjúkdómur og hann tæki meiri toll af ungu fólki en öll slys sem verða á ári hverju. Mér fannst ræðan mjög góð og ég hvet fólk til að hugleiða þessi orð og ekki standa hjá ef nokkur grunur er um mikið þunglyndi, heldur reyna að hjálpa ef hægt er.

Að lokum vona ég að Ásgeir hafi fundið þann frið sem hann þráði heitast af öllu og vaki yfir börnunum sínum og Ásu konu sinni þar til yfir lýkur. Ég vona að Guð geymi hann og vaki með honum yfir fólkinu hans til enda daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Mig langar bara að segja að ég fæ tár í augun í hvert sinn sem ég hugsa um Ásgeir. Mikið fannst mér erfitt að fylgja honum til grafar. Ég hef gengið í gegnum dimma dali og fundið fyrir vanþekkingunni og fordómunum. Annað sem er svo áberandi og það er að fólk ruglar mjög oft saman almennri depurð og þunglyndi, ALLS ekki það sama.


Það er ALLTAF leið út úr skugganum og það mun birta á ný.

Fólk sem hefur enn fordóma fyrir þunglyndi og skilur ekki alkahólisma MUN fatta það aðeins betur þegar slíkt kemur upp í þeirra heimagarði og kostar kannski ástvin lífið.

Mbk og von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 24.8.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband