Al Gore og hitnun jarðar

Ég horfi nú ekki mikið á þætti Opruh, en sá þó einn um daginn þar sem hún dásamaði heimildarmynd sem gerð var af honum, þ.e Al Gore, um breytingu hitastigs jarðar. Ég sá þessa heimildarmynd í fyrrakvöld. Þar var sett upp línurit sem sýndi hitastigið á jörðinni 650 þúsund ár aftur í tímann, ásamt magni koltvísírings og tengslum þess við hitnunina. Það sló mig að hann taldi að hlýnun stafaði af magni koltvísírings en ekki öfugt eins og flestir þekktustu vísindamenn heimsins telja. Það er að hlýnun vegna aðstæðna á sólinni, magnar upp koltvísíring í andrúmsloftinu.

Það sló mig líka svolítið að Al Gore sagði að hann hefði haldið þessa kynningu í 1000 skipti (skrifa; þúsund skipti) og ekki var að sjá að hann væri að ferðast um heiminn á seglskipi og keyrandi um á tvinn bílum, nei ó nei, hann ferðaðist um á sinni einkaþotu og keyrði um á Lincoln Town Car sem sennilega eyðir um það bil 30 l/100. Það má nefnilega ekki tala um það að flugvélar mengi sennilega mest allra og eigi mestan þátt í því, að ef kolefni sé skaðlegt í andrúmsloftinu, þá hafi þær mestu áhrifin svona hátt uppi þar sem andrúmsloftið er hvað þynnst og viðkvæmast.

Ég hef bent á leiðir til að notast við annarskonar olíu til aksturs en jarðolíu og eftir því sem ég hugsa málið betur þá hallast ég að því að hval- og selspiksolía séu bestu kostirnir fyrir okkur, þar sem það er endurnýjanlegt ef við göngum ekki of hart fram um veiðar. Þessi kvikindi gætu leyst alla okkar orkuþörf til aksturs til margra áratuga ef rétt er haldið á spilunum. Sjávarútvegsráðherra ætti að hugsa vel um þessa endurnýjanlegu orkulind og leyfa veiðar stórhvela í mannúðar, orku og alheimshitnunar skyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það sló mig að hann taldi að hlýnun stafaði af magni koltvísírings en ekki öfugt eins og flestir þekktustu vísindamenn heimsins telja. Það er að hlýnun vegna aðstæðna á sólinni, magnar upp koltvísíring í andrúmsloftinu."

?????

Ekki veit ég hvaðan þú hefur þína visku - en ég get lofað þér því að þó til séu vísindamenn sem efast um að loftslagsbreytingar megi rekja til magns koltvísýrings í andrúmslofti þá eru þeir svo sannarlega í minnihluta og alls ekki "mest þekktustu vísindamenn heim."..... Hér hefur eitthvað skolast til í heimildaleitinni...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Alls ekki, hér hefur ekkert skolast til. Kannski væri réttlátara að tala um helstu vísindamenn heimsins sem græddu ekkert á iðnaðinum sem hnatthitnun er orðin. Þa' er nefnilega staðreynd að helsta uppspretta koltvísirings eru höfin, meiri hiti meiri koltvísiringur. En, það tekur höfin tíma að hitna svo koltísiringshækkunin verður ekki strax, ekki fyrr en eftir ca. 400 ár eða svo, svo ef rekja á hækkun hitastigs til koltvísirings af mannavöldum þá er fullyrðingin röng. 95% af gróðurhúsaáhrifum er komin til vegna jarðarinnar sjálfrar, 5% má rekja til manna eða sveifla í sólinni sem virðist vera um þessar mundir með fleiri sólbletti en venjulega og hefur verið um nokkura áratuga skeið.

Sólin sem er u.þ.b 1000 sinnum stærri en jörðin hlýtur að hafa áhrif á jörðinni. Það hefur verið þekkt síðan á 3ja tug síðustu aldar að geimgeislar hafa áhrif á skýjamyndun á jörðinni. Sólin hefur hins vegar áhrif á geimgeislana  og beinir þeim frá þegar sólblettir eru í hámarki, þess vegna verður skýjamyndun ekki eins og venjulega og jörðin hitnar. Sólblettir eru hins vegar gríðarstórir og koma í bylgjum ca á 11 ára fresti. Þessir blettir stafa af gríðarlegu segulsviði sem verður til á sólinni og geislar hennar hafa meiri áhrif en "venjulega". Það er nefnilega svo að það væri hægt að segja til um veðurfar á jörðinni bara með því að fylgjast með sólinni, því meiri sólblettir því meiri hiti. Hitnun jarðar hefur lítið sama og ekkert að segja með mannskepnuna, heldur er náttúran að jafna út hitasveiflur.

Ekki láta fjölmiðla og "ista" eða "sinna" hafa áhrif á hlutina heldur komist að hlutunum  sjálf og dragið síðan ályktanir. Hnatthitnun kostaði jarðarbúa 170 milljónir dala árið 1990 en kostar varlega áætlað núna ríflega 2 milljarða dala árlega. Einhver störf hafa orðið til eða hvað og menn eru ekkert að sleppa þeim með því að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Helgi Jónsson, 26.8.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband