Enn um atvinnu á landsbyggðinni

Það verður gaman að sjá hvað ríkisstjórnin hefur í pokahorninu þegar hún tilkynnir um mótvægisaðgerðir vegna aflasamdráttar í næstu viku, væntanlega. Það hefur heyrst að ein af mótvægisaðgerðunum verði að auka bandbreidd tölvusamskipta með því að fjölga ljósleiðurum hringin í kringum landið. Ætli það sé atvinnuskapandi fyrir verkafólk í fiskvinnslu að geta spilað Bubbles hraðar á netinu eða er ætlast til að þetta sama fólk fægi ljósleiðarann alla daga svo internetið verði hraðvirkara og þannig geti fólkið spilað Bubbles enn hraðar.

Það verður að koma til eitthvað alvöru fyrir það fólk sem missir vinnuna. Það verður að flytja atvinnu á landsbyggðina og hvetja menn til dáða með einhverju sem heldur, um langa framtíð. Það gæti til dæmis dugað eitthvað að fella niður veiðileyfagjald á meðan á þessari vitleysu stendur, þ.e minnkun aflaheimilda, og reyna þannig að örva menn til þess að halda áfram með atvinnustarfsemi. Flytja á 80 störf til  vestfjarða, segir Össur, en hvaða störf? Það þarf að fara að koma svör frá þessum háu herrum í ríkisstjórninni.

Ekki fer fiskverkafólk að vinna við bókhald eða önnur störf sem krefjast háskólamenntunar með engum fyrirvara. Það þarf að mennta það fólk til þess að það geti unnið þannig störf og það tekur langan tíma, tíma sem þetta fólk hefur ekki. Það þarf að bregðast fljótt við ef ekki á illa að fara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband