Enn einu sinni kemur upp sú umræða að það vanti úrræði fyrir börnin okkar þegar skóla lýkur á daginn og þangað til foreldrar koma heim úr vinnu. Þetta bil er u.þ.b 4 klukkutímar og eru foreldrar um 1300 barna á höfuðborgarsvæðinu í vandræðum með börnin sín yfir daginn og hrópa á borgina að leysa þessi mál. Borgin reynir að verða við óskum foreldra, en úrlausnin er dýr og erfitt að manna frístundaheimilin vegna lágra launa.
Dagur í lífi tveggja barna foreldra er einhvern veginn þannig: Kl. 7 er vaknað og börnin dregin á fætur, drifið ofaní þau morgunmatnum og þeim keyrt til skóla. Foreldrarnir í vinnu og um kl. 14 er byrjað að reyna að koma börnunum fyrir hjá ættingjum og vinum til kl 18. Börnin sótt og keypt pizza eða kjúklingur í kvöldmatinn og krökkunum síðan komið í rúmið um kl. 21. Þessi saga endurtekur sig svo fimm daga vikunnar. Um helgar eru foreldrarnir útkeyrðir og vilja helst hvíla sig til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Samskipti foreldra við börnin eru sem sagt 3 tímar á sólahring 5 daga vikunnar en eitthvað lengra um helgar.
Ég spyr, hvað er fólk eiginlega að eignast börn ef þau láta vinnuna ganga fyrir uppeldi barnanna. Er lífsgæðakapphlaupið að drepa fólk? Börnin alast upp hjá ókunnugum og læra ekki samskipti og gagnkvæma virðingu fyrir öðrum þar sem uppeldið skortir. Eftir nokkur ár verða svo þessi börn komin út á göturnar, drukkin og útúrdópuð og engin skilur neitt í neinu. Einfalt ráð við þessu er að flytjast út á land þar sem kyrrðin og nálægðin við náttúruna kemur krökkunum til að bera virðingu fyrir öllu og öllum. Ef svo er komið að sveitarfélögin eiga að skaffa uppalendur fyrir foreldra, þá þarf að breyta þjóðfélagsgerðinni.
Ég sting uppá að, laun allra karla sem börn eiga, verði hækkuð um 85% og konum gert skylt að ala börnin sín upp heima við ástríki, umhyggju og hæfilegum aga. Jafnvel þó að komi til skilnaðar þá þyrfti karlinn að sjá fyrir börnunum þannig að konan geti sinnt uppeldinu áfram óþvinguð af áhyggjum um hvort hægt verði að kaupa í kvöldmatinn næsta dag. Aðeins þannig getum við dregið úr því agaleysi og vandræðum sem við verðum vitni að um hverja helgi í miðbæ Reykjavíkur.
Ég skora á foreldra 1300 barna að taka ábyrgð á því að eiga börn, og sjá um uppeldið sjálf.
Vona svo að allir eigi góðan dag.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.