Það er skrítið að hugsa til þess að Ísland skuli vera meðal ríkustu þjóða heims, en samt skuli hagur sjúkra vera eins bágborin og raun ber vitni. Mjög góð vinkona okkar hjóna greindist með lungnakrabba núna nýlega og er staða hennar sem einstæð móðir mjög bágborin.
Það er hent milljörðum í fánýta aðstoð við sveitarfélögin á landsbyggðinni vegna kvótaskerðingar, en það er hvergi til opinber líknarsjóður til handa dauðsjúkum einstaklingum til að sækja um úr fyrir lífsnauðsynjum. Það væri nú Guðlaugi Þór til ævarandi sóma ef hann stofnaði slíkan sjóð með t.d 500.000.000 króna innleggi svo dauðsjúkir geti björg sér veitt. Kona ein sem kom fram í sjónvarpi fyrir skömmu, stendur í sömu sporum og vinkona okkar og því miður er til fullt af einstaklingum sem hafa varla til hnífs og skeiðar vegna alvarlegra veikinda. Það er eins og ef einstaklingurinn veikist og hverfi af vinnumarkaði, þá sé hann einskis nýtur og það megi bara henda honum. Þessu verður að breyta snarlega og aðstoða þá sem eru dauðsjúkir svo fjárhagsáhyggjur þjaki þá ekki í ofanálag.
Ég vona að framlag ungu konunnar sem fram kom í sjónvarpinu, komi til með að breytingar verði á þessum hlutum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.