Matvöruverð

Ég var að horfa á Silfur Egils í kvöld og þar var talað meðal annars um hátt matarverð þrátt fyrir 15 milljarða styrki til handa bændum til að halda verði á matvælum lágum.

Ég veit það að á s.l 15 árum hafa launin mín hækkað u.þ.b um 6.7 % á ári eða um 100% á 15 árum. á þessum sama tíma hefur úrbeinaður lambahryggur með fitu hækkað um 300%. Minn ágæti vinur Einar K Guðfinnsson heldur því fram að með auknum kaupmætti hafi verð farið niður á við síðustu árin. Þetta er ekki rétt eins og tölurnar sýna. Allt í einu er nautakjöt orðið frá 500 -800 kr. ódýrara p.r kíló en lambakjöt. Er ekki eitthvað að þegar alls þessa er gætt að framansögðu. Þegar ég var lítill kostaði lambalærið ekki meir en svo að efnaminni fjölskyldur keyptu þau ( lærin ) sem sunnudagsmat, en ekki lengur. Fiskur hefur hækkað verulega síðustu ár og kjúklingakjöt og svínakjöt eru dýrust á Íslandi. Kjúklingabringur eru þrefalt dýrari hér en í Danmörku og eins má segja sama um svínakjöt.

Er ekki farið að koma að því að einhver geri eitthvað til að lækka matarverð á Íslandi svo vit sé í, kjúklingaframleiðendur eru nýbúnir að tilkynna 10% hækkun á kjúklingum vegna hækkaðs verðs á kjarnfóðri. Skrítið að verð á kjarnfóðri skuli veri töluvert lægra í Færeyjum en hér þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru mun færri en við. Það er eitthvað að sem þarf að laga STRAX og bæta launþegum þessa lands upp þá dýrtíð sem verið hefur verið hér allt of lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þegar ég var að alast upp fékk ég á sunnudögum til skiptis;lambalæri,lambahrygg,lærissneiðar, eða kótelettur. Fáir hafa efni á þessu lengur.Fiskur er orðinn fáránlega dýr, hann var á borðum þegar ég ólst upp 5 daga vikunnar. Ég reyni í dag að kaupa fisk x 1 í viku. Lamakjöt x 1 í mánuði. Auðvitað er hluti af þessu að maður borgar svo mikið fyrir húsnæði að lítið er eftir fyrir mat. Húsnæði var ekki svona dýrt í den. Ég held að aðgerðir ríksstjórnarinnar til lækkunar matarverðs  hafi að öllu leyti farið í vasa seljenda....? Það er óþolandi að launin manns í fullri vinnu dugi ekki betur en þetta. Auðvitað þarf að skoða þetta almennilega...hvers vegna er matur dyrari hér4 en alls staðar annars staðar? Einhverjir erunað græða mkið á þessu...

Hómdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 03:40

2 identicon

Biðst afsökunar á stafsetningarvillum hér fyrir ofan.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband