Það er lýsandi fyrir þessa blessaða banka okkar, að þegar gylliboðum þeirra rignir yfir mann og maður lætur glepjast yfir þeim og tekur íbúðalán hjá þeim, þá stuttu seinna er vextir allt í einu búnir að hækka um 40-50% áður en maður getur snúið sér við. Maður skyldi halda að í ekki stærra landi en við búum í, að hægt væri að bjóða góða vexti til íbúðakaupa. Með erlendum lánum væri hægt að komast hjá þessum sveiflum en þá þyrfti maður að fá launin greidd í þeim gjaldmiðli sem lánin eru í.
Það er greinilega ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að ganga inn í ESB sem fullgildur aðili og taka þá upp evruna. Ég sé enga aðra leið til að veita íslenskum bönkum samkeppni og aðhald, því vextir í evrópu eru mikið lægri en við búum við og gjöldin sem bankar taka af okkur í formi þjónustugjalda eru langt um lægri, hvað sem hver segir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur því fram að vaxtamunur bankanna sé 1,9% séð frá sjónarhóli bankanna. Það sem blasir við mér er að vaxtamunur heimilis míns er ekki 1,9% heldur 19% og ég held að komman hjá Hannesi hafi ruglast og farið fram um staf. Yfirdráttarheimild mín ber rúmlega 22% vexti en það litla sparifé sem ég á ber 3% vexti, auðvelt að reikna það. Ég held að flest heimili í landinu standi frammi fyrir þessari staðreynd og það er ekki hægt að líta fram hjá henni.
Vonandi batnar ástandið fljótlega, en persónulega held ég að bankar haldi löggjafanum í heljargreipum og þess vegna erum við látin borga hæstu vexti á byggðu bóli ef undanþegin eru einræðisríki í Afríku.
Afborganir lánsins hækka um þriðjung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Yfirdrátturinn er hvað? 22%? Hérna áður fyrr voru menn hálshöggnir fyrir að krefjast 20% vaxta. Og Júlíus Cesar setti vaxta þak við 10% (ekki skrítið að hann var myrtur..hehe).
Ég var að lesa gott blogið hennar Olinu Kristinsdottir sem á við:
Economic Models Explained with Cows:
SOCIALISM
You have 2 cows.
You give one to your neighbour.
COMMUNISM
You have 2 cows.
The State takes both and gives you some milk.
A FRENCH CORPORATION
You have two cows.
You go on strike, organize a riot, and block the roads, because you want three cows.
Svo bætti ég við:
AN ICELANDIC CORPORATION
You have two cows.
The governments sells your cows to his friends for nothing
and you get to borrow milk at 22% interests.
Jón Þór Ólafsson, 3.11.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.