Það hefur enn einu sinni verið blásið í herlúðrana og allt er að verða vitlaust yfir samráði matvöruverslana Bónuss og Krónunnar. Hvað halda menn, halda þeir að ekki sé samráð? Það er búið að vera samsæri í gangi um langt skeið til að neyslustýra almenningi og halda verðum eins háum og m0gulegt er. En þetta er ekki eina samsærið. Þessi sömu aðilar hafa með sér samráð um að hleypa ekki neinum nýjum aðilum inn í greinina. Bónus og Krónan setja ekki þakið í verðum á matvörum heldur setja þeir gólfið. Gólfið er sennilega nokkrum tugum prósenta hærra hér á landi en í öðrum löndum.
Það er auðvelt að gera verðsamanburð í t.d Bretlandi þar sem niðursuðudós af bökuðum baunum kostar 6-7 krónur en hérna 40-50 kall. Ekki er hægt að segja að flutningskostnaður valdi mismuninum sem er nokkur hundruð prósent. Það eru til endalaus dæmi um okrið hérna og fer Bónus með frumkvæðið þótt þeir séu með ódýrari verslunum hérna.
Það er þekkt að ef t.d Samkaup ákveður að lækka hjá sér Ceríósið og fara fimm kalli niður fyrir verð Bónuss, þá er hringt í heildsalan og honum fyrirskipað að hækka pakkan um tíu krónur til að Bónus sé ódýrust áfram, samt er álagningin nokkur tuga prósent á Cheerios. Ég ætla að giska á að meðalálagning hjá Bónus og Krónunni sé á bilinu 35-45% og í sumum tilvikum er einstök álagning fleiri hundruð prósent.
Ég ætlað að stela tillögu eins vinar míns og leggja það til að launþegasamtökin fari út í einhvers konaar kaupfélagsrekstur og stofni matvöruverslun, banka, tryggingafélag, olíuverslun, og hvað annað það sem allir vita að er samráð og samsæri um að ná af okkur öllum þeim aurum sem hægt er að ná af okkur og helst meira til.
Það er líka skandall að ekki skuli vera hægt að kaupa landbúnaðarvörur frá Evrópu nema gegn ofurtollum. Bara það að fella niður ofurtolla og leyfa innflutning feskra kjötvara væri stórt skref. Þá væri hægt að panta inn á netinu það magn af kjöti sem til þyrfti til heimilisins rétt eins og fólk kaupir af bóndanum til vetrarins, og veitt þannig versluninni og sláturleyfishöfunum aðhald. Það hlýtur að vera hægt að bæta bændunum það upp með einhverjum hætti, t.d hærri mútugreiðslum frá ríkinu en nú er.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
Athugasemdir
Jæja Helgi, nú skil ég af hverju þið hjónin voruð að versla í Hagkaup áðan eða sennilega skil ég það ekki ! En svo var það annað, mér hugnast ekki hugmynd ykkar vinar þíns að launþegasamtök fari að setja á stofn Kaupfélög, Guð hjálpi okkur öllum, það hefur verið prófað áður hjá bændum sem í dag segja ekki allt gott. Ég sé fyrir mér Guðmund G sem Kaupfélagsstjóra á Stórhöfðanum.
PS Ég hef samt sótt um að fá þig sem blogg vin og eins og þú getur séð þá er hverjum sem er ekki boðið það :)
Jóhannes Einarsson, 10.11.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.