Varnarmálastofnun

Loksins er farið að hilla undir að ný stofnun í stað Ratsjárstofnunar verði að veruleika. Þeir sem halda að okkur vanti ekki varnir hafa ekki skoðað málin niður í kjölinn. Nú er svo komið að Bandaríkjamenn sjá eftir að hafa yfirgefið landið og myndu helst vilja koma aftur. Pútin Rússlandsforseti hefur sexfaldað fjárframlög til sjóhersins sem aftur er farin að sigla kjarnorkukafbátum sínum um norðursvæði.

GIUK hliðið sem er á milli Grænlands, Íslands og Bretlands er nú óvarið og geta kafbátar siglt óáreittir til austurstrandar Bandaríkjanna og gert það sem þeir vilja þar. Þegar háttsettur herforingi kom hingað í sumar, Burns að nafni, gat hann ekki talað skýrar um hvað ratsjáreftirlitið væri NATO og Íslandi mikilvægt. Nú skrifar Jón Gunnarsson grein í Moggan og rakkar ratsjárnar niður vegna þess að Bandaríkjamenn sjálfir hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki not af þeim. Ætli þeir séu ekki um þessar mundir að snúast hugur.

Björn Bjarnason hefur viljað fá loftrýmiseftirlitið flutt í Skógarhlíð, sem er kannski ekki al vitlaust nema að því leyti að búnaðurinn sem er í notkun á Keflavíkurflugvelli þarfnast þjálfaðra manna og nokkurs viðhalds svo halda megi æfingar með þeim þjóðum sem vilja nýta sér aðstöðu okkar á vellinum. Það er svo einkennilegt að þjóðir innan NATO keppast um að fá að koma hingað til æfinga, svo nýja stofnunin þarfnast góðra og vel þjálfaðra manna til að hafa eftirlit með flugumferð um landið og vera til taks þegar, og ef, hættu steðjar að landinu okkar.

Við erum eina óvopnaða ríkið í NATO og því er okkar svar við því að hafa eftirlit með hafsvæðinu hringinn í kringum landið  og bregðast við þegar hættu steðjar að.

Fólk verður að passa sig að gera ekki lítið úr okkar landi og reyna að sýna smá þjóðhollustu og þjóðernishyggju, hún var til um 1940 og verður að lifa í brjóstum okkar áfram, Íslandi til heilla. 


mbl.is Ný varnarmálastofnun undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband