Slys á Reykjanesbraut

Þetta slys, eins og öll önnur slys sem verða í umferðinni, var hræðilegt og verður við aðstæður sem geta komið upp á Reykjanesbrautinni nefnilega glerhálka. Þegar svona slys verða tekur ákveðin tíma að koma fólkinu út úr bílhræunum hlúa að því og kalla til hjálp. Lögreglan kemur oftast fyrst á vettvang og lokar götunni samstundis og síðan kemur sjúkralið og slökkvilið til hjálpar.

Lögreglan er hins vegar með lokaða vegina, jafnvel nokkrum klukkustundum eftir að slysið verður og fólkið fyrir löngu komið á sjúkrahús. Hún er að dunda sér við að mæla og rannsaka hvernig slysið vildi til og hleypir engum framhjá á meðan. Í þessu tilviki hefði vel verið hægt að hleypa umferð framhjá með góðri umferðarstjórnun og skipulagningu, en það er víst ekki hægt að fara fram á að lögreglumenn kunni skil á slíku svona í seinni tíð. 

Það er hins vegar ekki ofmælt hvað það þýðir fyrir Reyknesinga og þjóðina alla að breikka vegi og gera þá öruggari með tvöföldunum, bæði Reykjanesbrautina og Suður- og Vesturlandsveg. Vona að það verði farið fljótlega í að breikka og bæta þá vegi.


mbl.is Stórhætta á slysavettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Ert þú þá með þessum orðum að réttlæta gjörðir þessa ökumanns?  Ert þú að segja mér að ef fjölskyldumeðlimur þinn hefði t.d. látist í álíka umferðarslysi að þú værir ekki þakklátur fyrir það að lögreglumennirnir væru að DUNDA sér við að mæla og rannsaka við hvaða aðstæður einstaklingurinn hafi látist og hvort að það sé t.d. saknæmt eða bara óheppilegt slys. Held að tillitssemi sé á góðri leið með að fljúga út úr þessu þjóðfélagi.

Auðvitað er alltaf hægt að gera alla hluti betur en við verðum að lúta þeim reglum sem yfirvald setur okkur annars verður heimurinn ekkert nema óreiða.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Ég er ekkert að réttlæta gjörðir eins né neins. Ég er bara að segja að lögreglan gæti með góðri umferðarstjórnun og skipulagningu haldið umferðinni gangandi þó að slys verði, og það sé ekki nauðsynlegt að loka veginum í margar klukkustundir EFTIR að hinir slösuðu eru komnir á sjúkrahús. Þarna á Reykjanesbrautinni hefði verið hægt að beina umferðinni t.d um gömlu Reykjanesbrautina sem liggur samhliða hinni nýju og jafnvel fyrir þá sem vildu, að fara suðurstrandaveg. Það er hins vegar ekkert gert til að liðka um fyrir umferðinni heldur er allt stóra stopp og fleiri þúsund manns settir í biðröð í margar klukkustundir sem hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef skipulag hefði verið á hlutunum.

Að lokum vil ég minna á að "yfirvaldið" sem setur reglurnar er ekki lögregla heldur Alþingi og lögreglu ber að fara að lögum eins og hverjum öðrum og þeir mættu hafa á stundum betri skipulag hjá sér eins og sennilega flestir aðrir, OG þeir eru heldur ekki hafnir yfir gagnrýni.

Helgi Jónsson, 9.12.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband