Þvagsýnamálið

Dómur féll í svokölluðu þvagsýnamáli í Héraðsdómi þ. 26 feb. s.l. Niðurstaða dómsins kemur kannski ekki á óvart ef tekið er mið af þeim lögum sem í gildi eru, en spurning er hvort þetta mál og aðferðin stangast ekki á við pyntingarákvæði stjórnarskrárinnar.

Ég hef oft heyrt um mál sem brýtur á fólki sökum ósanngirni og tillitsleysi, en ég hef aldrei heyrt svo djúpa reiði og furðu vegna þessa máls. Menn sem vinna við lögreglustörf fagna þessum dómi en almenning setur hljóðan og furðar sig á því hvort umferðalagabrot  geti orðið til þess að þvagsýni sé tekið með valdi kjósi lögreglan það, við ömurlegar aðstæður á lögreglustöð þar sem  fólki er haldið niðri meðan plastlegg er stungið upp í þvagrás viðkomandi án hans samþykkis.

Ég hef þá  skoðun að þetta sé ekkert betra en nauðgun og brjóti í bága við þau mannréttindaákvæði stjórnarskráarinnar og alþjóðalög sem við höfum gengist undir á alþjóðavettvangi.

Á lögreglumerkinu stendur "Með lögum skal land byggja", en máltækið er lengra og endar á "og með ólögum eyða". Þessi lög eru ólög og eru ein af þeim lögum sem að mínu mati kemur til með að eyða því frelsi sem borgararnir hafa haft til stjórnunar eigin líkama.

Ef það er svo aðkallandi að taka þvagsýni eftir að hafa tekið tvö blóðsýni og hafa gert öndunarpróf, þá finnst mér að kalla þurfi til dómara  í hvert skipti sem svona mál koma upp og honum kynnt málið áður en hann gefur eða gefur ekki út heimild til þess að valdi sé beitt og þá á sjúkrahúsi en ekki í fangaklefa. Þetta mál minnir helst á sögurnar sem maður heyrir frá Quantanamo Bay á Kúbu og aðferðir þær sem notaðar eru þar til að fá fanga til að viðurkenna brot sín og alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt harðlega.

Þó svo að núverandi lög heimili lögreglu að nota vald til sýnatöku, þá vil ég minna menn á að þau ríki sem hafa leyft óþarfa valdbeitingu lögreglu og óeðlilegt vald lögreglu til að beita borgarana valdi, hafa öll hrunið innan frá og hlotið fordæmingu alþjóðasamfélagsins eftir á, eins og gerðist í Þýskalandi um miðja síðustu öld.

Það er niðurstaðan að breyta þurfi lögum til þess að víðtækari heimildir þurfi til valdbeitingar við sýnatöku heldur en nú er, og að það verði gert inn á heilbrigðisstofnun með samþykki dómara en ekki í fangaklefa á meðan fílefldir lögreglumenn halda viðkomandi niðri meðan sársaukafullri og niðurlægjandi aðferð er beitt til sýnatöku að fjölda manns aðsjáandi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband