Flugvallarmálið í Reykjavík

tók nýja stefnu í gær, þegar birtar voru niðusrstöður skoðanakönnunar sem fram fór nú á dögunum. Þar kemur í ljós að yfirgnævandi fjöldi manna vildi HAFA flugvöllinn þar sem hann er.

Athygli vakti að 59% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vildi völlinn þar sem hann er, og skyldi nú vera komin skýringin á því af hverju flokknum gengur svo illa í kosningum. Þau Gísli Marteinn og Hanna Birna ættu nú að kúvenda í málinu eða hætta í pólitík ella að hleypa að mönnum sem virða vilja fólksins. Þetta mál er Sjálfstæðisflokknum til skammar vitandi það að málið byrjaði hjá samtökum sem heitir "Betri byggð" fór þaðan til Samfylkingarinnar og þaðan rataði málið hjá Gísla Marteini og Co.

Það, að taka upp mál sem Samfylkingin fór af stað með upphaflega og ætla að vinna kosningar án þess að virða vilja fólksins, er fyrir neðan allar hellur. Sjálfstæðisflokkinn vantar fólk í forystu til að játa þá staðreynd að flugvöllurinn á að vera þar sem hann er, og vinna út frá því. Þannig gæti flokknum vegnað betur í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband