Þeir koma upp í pontu í röðum, berja sér á brjóst og tala um mikilvægi þess að bjarga heimilunum með einum eða öðrum hætti. Þetta sé algjör forgangsvinna og beri að koma með tillögur strax um hjálparleiðangur.
Á sama tíma tala menn ( og konur ) á Alþingi um að fara verði í launastrúktúr ríkisstarfsmanna og skera niður laun þeirra.
Það er eins og ríkisstarfsmenn séu með allt sitt á þurru fjárhagslega, og heimili ríkisstarfsmanna séu undanþegin kreppunni.
Á það ber að líta að ríkið er langstærsti launagreiðandi á landinu og það er ekki það sem þarf akkúrat núna að skerða laun þeirra aðeins til að auka á vandann.
Ég held að Ólöf Nordal, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Pétur H. Blöndal og fleiri ættu að líta fyrst í eigin barm og komast að raun um hver er raunverulega ábyrgur fyrir ástandinu og leiða þá til ábyrgðar áður en farið er að tala um launalækkanir og auknar byrgðar almennings í landinu.
Sennilega eru þessir miklu snillingar á Alþingi Íslendinga öruggir um sjálfa sig og eru nú þegar farnar að heyrast raddir um að laun þeirra séu ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð sem ráðherrar og aðrir áhrifamenn í stjórnsýslunni hafa, s.b laun bankastjóra.
Ég legg til að byrjað verði að spara á hinu háa Alþingi og alþingismönnum verði fækkað úr 63 í 23 og ráðherrum úr 12 í 4. Við hinir Íslendingarnir höfum hreinlega ekki efni á að reka Alþingi með 63 mönnum sem ekkert gera þegar vel árar og ekkert annað en tóma vitleysu þegar illa árar.
Byrjum á Alþingi og förum niður skalann þaðan, þegar búið er að ganga frá því máli, ekki fyrr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1024
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.