Enn heyrist ekkert frá rikisstjórn íslands

um það hvernig eigi að fara með skuldir heimilanna og hjálpa þeim sem eru að fara í þrot þessa dagana. Það þykir mikilvægara að bjarga lánum bankamannanna svo þeir verði ekki gerðir gjaldþrota.

Hvenær skildu þessir örlaga vitleysingar vakna upp og sjá að milli 30-35000 íbúðir eru ofurseldar vaxandi verðbólgu og rýrnandi kaupmætti.

Gefum  okkur að í þessum 30.000 íbúðum búi 4 í hverri íbúð að meðaltali, þá þarf ekkert að vera góður í reikningi að sjá að 120.000 manns verða á götunni innan skamms. Þetta fólk fær enga hjálp og flýr af landi brott í hvelli. 

Ég held að ekkert þýði annað en að safna öllum vopnfærum mönnum saman á Austurvelli og gera byltingu til að koma þessum mönnum frá. það virðist ekki vera neitt fararsnið á þessum mönnum og eina leiðin til að láta lýðræðið tala er að gera uppreisn.

Það verður að gera eitthvað STRAX og ekki bíða endalaust eftir að einhverjir spilltir stjórnmálamenn geri eitthvað fyrir okkur, þeir munu ekki gera neitt fyrir lýðinn og ef við viljum sjá framfarir þá verðum við að taka þá af valdastóli með valdi ef ekki vill betur.

Ábyrgðin sem þessir menn bera gagnvart okkur almennum íslendingum, er hrikaleg. Með þessu Glitnismáli til að byrja með og virkilega heimskulegu viðtali Davíðs Oddssonar í Kastljósi ásamt yfirlýsingu hans um að Rússalán væri í höfn, hefur þjóðin verið send til miðalda aftur. Ábyrgð þessa manns er varið í skjóli forsætisráðherra og er engu lík.

Burt með Jón Sigurðsson, Davíð Oddsson og hans meðreiðasveina, burt með ríkisstjórnina og Fjármálaeftirlitið og setjið nýja og helst útlenda menn í staðinn sem vita hvað á að gera til að minnka skaðann sem orðinn er. STRAX STRAX STRAX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða hvaða....Maður verður nú að leyfa þeim að standa undir væntingum og loforðum fyrst. Kjörtímabilið er nú ekki búið...

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 05:43

2 identicon

Rétt hjá þér Helgi.

" Burt með Jón Sigurðsson, Davíð Oddsson og hans meðreiðasveina, burt með ríkisstjórnina og Fjármálaeftirlitið og setjið nýja og helst útlenda menn í staðinn sem vita hvað á að gera til að minnka skaðann sem orðinn er. STRAX STRAX STRAX  "

Kv Örn.

Örn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1024

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband