BYR, SPRON og SPKEF eiga að sameinast

fyrir áramót. FME samþykkir þetta sennilega athugasemdislaust og allt verður í lagi hvað þá varðar.

Rakst á pistil eftir Gunnar Axel sem er athyglisverður.

Hvað varðar FME, þá hef ég það eftir fyrrverandi bankamanni í Glitni, að þegar bankarnir voru hvað sterkastir þá réðu þeir til sín alla þá sem eitthvað var varið í, hinir enduðu hjá FME.

Það er því handleggur hjá FME að rannsaka bankahrunið. Samkvæmt sama heimildarmanni kemur her manns frá FME á degi hverjum og spyr fyrrverandi starfsmenn gömlu bankanna og núverandi starfsmenn nýju bankanna, hvar eigi að byrja þann daginn.

Það er augljóst að það er hægt að beina FME frá þeim stöðum sem hættulegir kunna að virðast og rannsaka einungis þá sem öruggt er að ekkert er að.

Hvernig væri að fá bandaríska FME starfsmenn  hingað til að skoða hvað gerðist. Það gæti skilað árangri.

Það þarf einnig að rannsaka pólitíska ábyrgð þessa hruns og hvað hinir einstöku embættismenn gerðu eða gerðu ekki.

Ég veit svo sem ekki hver ætti að biðja um slíka rannsókn þar sem svona rannsóknir litast af því hverjir biðja um hana, en kannski væri ASÍ ekki svo vitlaus hugmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband