Frábærar fréttir að þetta var ekki hærra

ég bjóst satt að segja við að skattahækkanir yrðu hærri en þetta. Sjálfsagt er þetta bara byrjunin, því miður, en engu að siður köld vatnsgusa framan í skuldsettasta fólkið og þá sem ekki hafa atvinnu.

Ég heyrði um daginn að um 60 milljörðum væri skotið undan skatti á ári hverju. Það er einsýnt að þessi tala á eftir að lækka nú, þegar þrengir að á  atvinnumarkaði.

Ég legg til að stóreflt verði í liði skattrannsóknarstjóra og t.d þeir bankamenn sem misst hafa vinnuna upp á síðkastiðð verði boðin vinna við að uppræta skattsvik. Ef 1000 viðskipta og lögfræðingar, eða hvaða nafni má kalla þetta fólk, gerðu þó ekki annað en vinna fyrir laununum sínum við upprætingu skattsvika, þá mætti minnka atvinnuleysi stórlega og jafnvel laga afkomu ríkissjóðs í leiðinni.

Hins vegar finnst mér eins og mörgum, að ríkisstjórnin sé komin að fótum fram og skipa ætti þjóðstjórn sérfræðinga til að leysa málin. Ekki mættu stjórnmálamenn eða menn tengdir sitjandi þingmönnum, sitja í þessari þjóðstjórn og verkefnið væri að hreinsa upp mistökin sem núverandi stjórnendur landsins hafa komið okkur í.

Það hlýtur að vera einhverskonar heimsmet hvernig komið er fyrir okkur, mistök gerð á mistök ofan ekki ósvipað og þegar herinn var látinn fara skuldlaust frá landinu vegna hroka stjórnvalda í garð bandaríkjamanna. Þetta dæmi er að gerast aftur núna með hruni bankanna og þeim hremmingum sem við erum komin í.

Er ekki tími til kominn að landsfeðurnir láti af hrokaskap og beygi sig undir staðreyndir og láti af embættum. 

 


mbl.is Hækkun tekjuskatts og útsvars 1,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hætt við að þetta fólk vekji meiri tortryggni gagnavart skattsvikum eftir það sem undan er gengið.

Þórbergur Torfason, 16.12.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Helgi Jónsson

Er ekki best að nota glæpamenn til að upplýsa glæpi. Þeir vita best hvernig þetta er gert.

Helgi Jónsson, 16.12.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband