Ég hef verið að lesa pistla Einars K Guðfinnssonar

sem er minn þingmaður, því ég skipti um lögheimili fyrir síðustu kosningar til að geta kosið hann. Hann er sá ráðherra sem sennilega minnst hefur farið fyrir í aðdraganda falls bankanna og gríðarlegu falli krónunnar. Núna stígur hann á stokk og kveður upp með það að enginn mismunur verði gerður á Jóni og Séra Jóni þar sem eingöngu sé Jón.

Hann á þá vonandi við að okkur íbúðareigendum og þeim sem eru að missa vinnu og fasteign verði bjargað eins og Karli Wernersyni og CO. Það verður samt seint gert með eins milljarðs björgunarpakkanum fyrir landslýðinn. 50 milljarðarnir sem Karl fékk myndi þó geta bjargað nokkrum úr verstu klípunni.

Einar talar einnig um skítt og laggó stefnu sem hann telur að VG muni fylgja ef þeir komist til valda. Hann tekur þó ekki með í reikninginn skítt og laggó stefnu sem Geir Haarde hefur fylgt síðan bankahrunið mikla varð. Geir hefur nefnilega fylgt þeirri stefnu dyggilega og ekki haft fyrir því að bera hönd fyrir orðspor Íslendinga erlendis og farið í PR stríð við þjóðir heims, heldur réð hann PR fulltrúa fyrir sig persónulega til að ákveða bros dagsins, mynd dagsins, pósu dagsins og síðast en ekki síst tilgagnslausa blaðamannafundi dagsins.

Hann kemur opinberlega fram og segir að ekki sé neinar sannanir fyrir því að orðspor landsins hafi beðið hnekki útávið, þó svo að ég geti vottað að svo sé. Þetta er sko skítt og laggó stefna Geirs gagnvart þjóðinni. Einhver efi hefur þó læðst að Forsætisráðherranum úr því að hann réð til sín þennan hermálafulltrúa á okkar kostnað, og hann því talið að hann myndi þurfa einhverskonar áróðursherferðar við, en honum datt ekki í hug að við hinir landsmenn sem þurfum að borga brúsann að lokum þyrftum nokkra vörn í þessari orrahríð.

Ég hef verið andsnúinn aðild að ESB hingað til. Núna hef ég breytt um skoðun. Ég vil inn í ESB og ef eina ágreiningsefnið er fiskurinn í sjónum í kringum landið þá er mér alveg sama hvað verður um hann, ég hef aldrei fengið svo mikið sem einn fisk úr sjó og kvótinn á höndum nokkurra útgerðabaróna. Mér er alveg sama hvað verður um þá kalla, þeim er augljóslega bjargað af stjórnvöldum en almenningur er látinn blæða.

Það er vonandi að skítt og laggó stefnu Sjálfstæðisflokksins fari að linna og menn sjái að sér innan tíðar, annars má búast við hinu versta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband