Ég hlustaði á ræðu Geirs

og heyrði í fyrsta skipti síðan bankarnir hrundu, orð eins og "mistök" og "ábyrgð" af hans vörum. Skyldi Geir vera að vakna af Þyrnirósasvefninum og vera farinn að hlusta á það sem er að gerast á Austurvelli hvern laugardaginn af öðrum.

En það virðist vera að Ingibjörg Sólrún sé að taka rangan pól í hæðina með ummælum um mótmælendur. Þó að eignaskemmdir séu unnar í litlum mæli í hita leiksins, þá ber hún ábyrgð á meiri eignaskemmdum en hægt er að ímynda sér.

Eignaupptaka fjölskyldna og hækkun lána og nauðsynjavara, eru þær verstu eignaskemmdir sem fram hafa farið á síðustu vikum, og hún er ábyrg og þarf að gera sér grein fyrir því strax.

En vonandi er allt á réttri leið og að seinna á árinu sem er að byrja, verði leiðin upp á við og niðursveiflunni lokið.

Vonum það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Helgi. Mér fannst Geir mælast betur í gær en oft áður. Mér hefur fundist vanta talsvert upp á að hann hafi lagt hlutina nægilega skýr fram og greint frá þeim plönum sem verið er að fylgja.  Vona samt að óskipulagður mótmælendaskríll fari ekki að hafa áhrif á landsmálin. Lýðræðið er þrátt fyrir ýmsa galla verðmætara en það tjón sem við höfum orðið fyrir. Það er endalaust hægt að tala um ábyrgð.  Úr því sem komið er held ég að það sé betra að láta þetta fólk halda áfram að stjórna enn um sinn og halda sig við leikreglur. Það hefði ekki verið mikil ábyrgð hjá ríkisstjórninni að segja af sér og fara til Kanarí daginn eftir bankahrunið.

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Jónsson
Helgi Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband