Hvaða máli skiptir hvort Guðlaugur Þór eða einhver annar fékk fyrirtæki til að styrkja flokkinn eða ekki. Mestu máli skiptir að snúa sér að mikilvægari málum eins og björgun heimila og fyrirtækja.
Mig grunar að Samfylking og VG séu að beina spjótum frá sér vegna úrræðaleysis um afkomu heimila og getuleysi í viðreisn fyrirtækja. Þessi mál talar enginn um núna og gefur Jóhönnu og Steingrími andrými yfir Páskana og tíma til að stilla strengina á meðan allt logar stafnanna á milli vegna skitinna 55 miljóna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk löglega en ábyggilega siðlaust í styrki árið 2006.
Það sem skiptir máli núna er málefni líðandi stundar en ekki hvað hver fékk í styrki fyrir nokkrum árum. Ég tek heilshugar undir orð formanns Fjölskylduhjálpar Íslands að Bjarni Ben beiti sér fyrir því að gefa Fjölskylduhjálpinni þessar 55 milljónir en ekki henda þeim í gjaldþrota gímald sem enginn fær neitt út úr, nema lögfræðingar skilanefnda. Með því að gefa þessa peninga til þeirra sem raunverulega þarfnast þeirra, væri Bjarni að koma til móts við kjósendur og mundi áreiðanlega bæta ímynd sína og flokksins verulega.
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2016
- Október 2012
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Athugasemdir
Sæll Helgi. Hugsaðu nú aðeins málið. FL Group var í fararbroddi fyrir íslenska pýramídahagkerfið, Landsbankinn skuldabatt skattborgara með IceSave hryllingnum. Þessi tvö fyrirtæki eiga bæði stóran þátt í því ástandi sem hér er nú. Þess vegna skiptir máli að þau hafi dælt fé í stjórnmálaflokk(a) til að kaupa sér vináttu og frið.
Einar Karl, 9.4.2009 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.